A A A
09.01.2018 - 17:48 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Seltjarnarnes...fyrsta bókmenntakvöld ársins

Vilborg Davíđsdóttir.
Vilborg Davíđsdóttir.
Dýrfirðingurinn Vil­borg Davíðsdótt­ir, rit­höf­und­ur og þjóðfræðing­ur, verður gest­ur Bóka­safns Seltjarn­ar­ness á fyrsta Bók­mennta­kvöldi árs­ins 2018 kl. 19.30-20.30 í kvöld, þriðju­dags­kvöldið 9. janú­ar.

Blóðug jörð er þriðja og síðasta bók Vil­borg­ar í þríleik um land­náms­kon­una Auði djú­púðgu. Bók­in er sjálf­stæð saga um flótta Auðar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands. Hefst sag­an árið 883 þegar veldi nor­rænna manna á Bret­lands­eyj­um riðar til falls og Auður Ket­ils­dótt­ir stend­ur ein uppi, um­kringd óvin­um.

Fyrri bæk­urn­ar tvær, Auður og Vígroði, hlutu afar góðar viðtök­ur les­enda og gagn­rýn­enda og var sú fyrri til­nefnd til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna.

All­ir vel­komn­ir. Kaffi og meðlæti.


« Mars »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31