A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
Eigendur í Hvammi í Dýrafirði vita ekki til þess að samningur varðandi nýtingu á vatni á landinu hafi verið endurnýjaður en hann rann út fyrir tæplega 33 árum.
Eigendur í Hvammi í Dýrafirði vita ekki til þess að samningur varðandi nýtingu á vatni á landinu hafi verið endurnýjaður en hann rann út fyrir tæplega 33 árum.
Eigendur Hvamms í Dýrafirði hafa óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ varðandi nýtingu á vatni á landareigninni, sem er vatnsverndarsvæði Þingeyrar. Í desember var haldinn samráðsfundur með flestum eigendum jarðarinnar Hvamms þar sem farið var yfir samning um vatnsöflun og nýtingu sveitarfélagsins á vatni úr landi Hvamms en hann var undirritaður í ágúst 1972 og átti einungis að gilda í fimm ár. „Okkur er ekki kunnugt um að samningurinn hafi verið endurnýjaður, hafi hann verið endurnýjaður þætti okkur vænt um að fá upplýsingar þar um. Hafi hann hins vegar ekki verið endurnýjaður teljum við eðlilegt að svo verði gert við fyrsta hentugleika. Æskilegt væri að við þá endurskoðun verði höfð hliðsjón af almennum samningum sveitarfélaga um sama efni," segir í bréfi landeigenda til bæjaryfirvalda.

Þar er jafnframt óskað eftir samráðsfundi er sólin hækkar, sennilega í byrjun mars, og æskilegt sé að drög að nýtum samningi liggi þá fyrir. Þeim Ragnari Erni Þórðarsyni, Steinari Steinssyni og Þorbergi S. Leifssyni hefur verið falið að vinna drög að nýjum samningi og hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að ræða við þá um nýtingu vatns úr landi Hvamms í Dýrafirði.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30