A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
04.03.2017 - 20:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Samgöngur á Vestfjörðum: - Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið!

Munni Dýrafjarðarganga í Arnarfirði. Ljósm.: Vegagerðin.
Munni Dýrafjarðarganga í Arnarfirði. Ljósm.: Vegagerðin.
« 1 af 3 »

Í áratugi hafa Vestfjarðagöng, brú á Önundarfjörð og Dýrafjörð og nýr vegur yfir Gemlufallsheiði aðeins komið að hálfum notum þjóðhagslega séð. Þegar Dýrafjarðargöng komast í gagnið, sem nú hillir undir, mun þetta breytast. Og miklir fjármunir sem liggja í áðurnefndum samgöngumannvirkjum loks koma að fullum notum fyrir þjóðfélag okkar. Það er stundum dýrt að vera fátækur og ennþá dýrara að kunna ekki að forgangsraða. Þetta höfum við oft rætt hér á Þingeyrarvefnum og víðar.   

   Nú hefur hin nýja ríkisstjórn okkar ákveðið að forgangsraða sig út af kortinu í Teigsskógi og Dynjandisheiði. Látum vera með Dynjandisheiðina þetta árið. Koma tímar og koma ráð með hana. En um Teigsskóg er ekkert annað hægt að segja en: Ma, ma, ma, ma, eins og Ragnar vinur okkar mundi taka á því máli. Bratta brekkan upp á Ódrjúgsháls að sunnanverðu á sem sagt enn að halda sér um sinn ásamt öðrum moldartroðningum á þeim slóðum. Þessi ágæta brekka er sennilega sú brattasta á gjörvöllu vegakerfi landsins. Þó má vera að brekkan við Hilluhálsinn í Arnarfirði, á veginum hans Ella okkar um Vestfirsku Alpana, sé eitthvað brattari.  En þetta verður samt að kalla rarítet sem ekki er nokkur leið að una við lengur. Bara alls ekki!

   Þórarinn vinur okkar á Höfða sagði stundum: „Við skiljum þetta Hallgrímur, þó almenningur skilji það ekki.“ Ef hann væri ennþá lífs, mundi hann ábyggilega segja að þetta væri óskiljanlegt öllum mönnum. Og má vel rifja upp að ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31