A A A
  • 1933 - Pétur Andres Baldursson
Vegavinna í Dırafirği.
Vegavinna í Dırafirği.
« 1 af 6 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 29-32 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Í göngunum var klárað að leggja frárennslis-, dren- og ídráttarlagnir ásamt brunnum í hægri vegöxl frá gegnumbroti og að munna í Arnarfirði. Einnig var haldið áfram með niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl. Að auki var unnið við að koma fyrir tengibrunnum  fyrir rafmagn.

 

Vinnu við sprautusteypun í göngunum kláraðist 27. júlí og er allri vinnu við bergstyrkingar endanlega lokið í göngunum.

 

Haldið var áfram vinnu við vatnsvarnir í göngunum. Búið er að koma fyrir um 17.100 boltafestingum en í heildina er gert fyrir að þær verði um 35.000. Búið er að setja upp um 5.200 m2 af einangrunarklæðingu en í heildina er gert ráð fyrir að hún verði um 50.0000 m2.  

 

Klárað var steypa eitt tæknirými og búið að steypa gólf og veggi í öðru tæknirými. Búið er að klára jarðvegsvinnu fyrir tvö tæknirými til viðbótar en í heildina eru 4 tæknirými í göngunum.

 

Búið er að steypa 14 steypufærur af yfirbyggingu vegskálans í Dýrafirði og eingöngu síðasta steypufæran eftir. Í Arnarfirði er búið að steypa þrifalag fyrir fyrstu tvær steypufærurnar fyrir vegskálann og jarðvegsvinna kominn vel á veg.

 

Í Dýrafirði var unnið við tengivegi og vegfláa. Vetrarvegur sem var handan við brúna yfir Dýrafjörð við núverandi veg var fjarlægður og efnið flutt yfir í vegfláa meðfram nýja veginu.  Efnisvinnsla á efni úr göngunum var í gangi beggja vegna ganganna ásamt vinnslu á efni úr námunni í Nautahjalla. 

 

Brúargólfið í brúnni yfir Mjólká var steypt.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá vegavinnu í Dýrafirði, uppsetta vatnsklæðingu, innsetningu á bergfestingum fyrir vatnsvörn, horft út eftir vegskálanum í Dýrafirði, forskeringu Arnarfjarðarmeginn og tæknirými í göngunum.

« Júní »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30