A A A
Framvinduyfirlit
Framvinduyfirlit
« 1 af 3 »

Í viku 28 voru grafnir 54,0 m í göngunum og 15 m í  hliðarrými í útskoti G. Samtals voru því grafnir 69 m. Lengd ganganna í lok viku 28 var 2.955,9 m sem er 55,8 % af heildarlengd ganganna.


Í vikunni var grafið í útskoti G sem er með neyðarrými auk þess sem sniðið í göngunum sjálfum er stærra. Í lok vikunnar var eftir að sprengja eina færu í neyðarútskotinu en sniðið í göngunum sjálfum var aftur orðið venjulegt. Grafið var í þurru basalti alla vikuna og var efninu úr göngunun var keyrt í vegfyllingar.

 

Haldið var áfram með vegfyllingar suður af Mjólkánni, í átt að höfninni sem er þar og farið að styttast í enda vegarins sem verður gerður í suður átt. Að auki var fyllt í vegkafla neðan við Mjólkárvirkjun og jafnað úr fláafleygum.

 

Á mánudag komu tveir starfsmenn frá Vegagerðinni og hófust handa við að slá niður steypta staura sem koma undir sökkla á brúnni yfir Mjólká og var klárað að koma fyrir staurum undir nyrðri sökkulinn. Í Dýrafirði var haldið áfram með forskurð bergs (presplit) í forskeringunni.

 

 

 
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30