A A A
  • 1957 - Sigríđur Ţórdís Ástvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigríđur Skúladóttir
  • 2004 - Auđbjörg Erna Ómarsdóttir
Veriđ ađ sprautusteypa á vegg í göngunum
Veriđ ađ sprautusteypa á vegg í göngunum
« 1 af 9 »

Í vikum 25 og 26 við vinnu Dýrafjarðarganga var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna í hægri vegöxl og er nú búið að leggja um 2.200 metra auk þess sem haldið var áfram með niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl og er búið að leggja um 1.200 m af henni. Vinna við lokastyrkingar á kaflanum frá gegnumbroti og að Arnarfirði kláraðist og byrjað á leggnum að Dýrafirði frá gegnumbroti. Þar eru styrkingar settar á báða veggi samtímis og í þekju ef nauðsyn þykir. Búið er að steypa um 250 m frá gegnumbroti og er minna en 1,5 km eftir. Búið er að setja bergbolta á um 900 m kafla frá gegnumbroti og því einungis eftir rúmlega 700 m út að munna í Dýrafirði. Haldið var áfram vinnu við að setja boltafestingar fyrir vatnsvörn í veggi og þekju. Nú er búið að bora fyrir rúmlega 10.400 boltum og setja rúmlega 5.800 bolta á sinn stað.

 

Gólf var steypt í tveimur tæknirýmum og byrjað að slá upp fyrir veggjum í öðru þeirra.

Færur 3 til 5 í yfirbyggingu vegskálans í Dýrafirði voru steyptar.

 

Haldið var áfram með vegagerð í Dýrafirði og var aðallega unnið við skeringar og fyllingar í fláafleyga. Að auki var lítillega keyrt í vegfyllingu og gengið frá ræsaendum. Haldið var áfram með mölun á efni úr Nautahjalla en efnið verður notað í efri lög vegarins.

 

Klárað var að steypa síðari stöpulinn í brúnni yfir Hófsá og er þá búið að steypa alla stöplana fyrir báðar brýrnar. Þá hófst vinna við undirstöður fyrir mót undir brúargólfið á brúnni yfir Mjólká.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar verið er að sprautusteypa á vegg í göngunum, mót fyrir gólfsteypu í tæknirými, flutning á járnagrind fyrir yfirbyggingu vegskálans, steypuvinnu á vegskálanum, mótauppslátt fyrir seinni stöplinum á brúnni yfir Hófsá, innsetningu á festingum fyrir vatnsklæðingu og síðustu tvær sína vegskálann einsog hann er í dag. Á síðustu myndinni má sjá til vinstri skálann sjálfan, til hægri eru ytri mótin og í miðjunni er innra mótið (sem verið er að draga út undan nýjustu steypunni.)

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31