A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Yfirlit yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga Dýrafjarðarmegin
Yfirlit yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga Dýrafjarðarmegin
« 1 af 6 »

Í viku 11 voru grafnir 93,8 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.333,0 m sem er 81,1% af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 94,1% af göngunum. Eru núna 310,4 m að gegnumbroti.

 

Grafið var í basalti og þunnum setlögum. Í lok vikunnar var byrjað á síðasta útskotinu í göngunum en í því er eitt hliðarrými. Allt efni úr göngunum var keyrt beint í vegfyllingu.

 

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var byrjað að leggja lagnir meðfram hægri vegöxl. Settar voru niður lagnir til að flytja jarðvatn ásamt brunnum og drenlagnir meðfram veggjum sem tengjast inn á þessa brunna. Niðurföll sem taka við vatni af veginum voru sett niður ásamt lögnum en vatn úr berginu og vatn af veginum renna um sitt hvora lögnina. Að auki var settur jarðvír og ídráttarrör fyrir 11 kV rafmagnsstreng. Í lok vikunnar var búið að leggja lagnir á 160 m kafla. Til viðbótar við þessar lagnir koma minni ídráttarrör nær yfirborði sem verða lögð síðar og í vinstri vegöxl verða drenlagnir og 132 kV rafmagnsstrengur frá Landsneti.  

 

Í vegagerð Dýrafjarðarmegin var haldið áfram með vinnslu efnis úr Nautahjallanámu en úr henni kemur grjót sem hefur verið notað í grjótvörn meðfram veginum. Að auki hefur verið haugsett efni úr námunni til að vinna síðar í burðarlög vegarins. Sem fyrr var unnið við grjótröðunina meðfram veginum næst tengingunni við núverandi veg en í heildina er grjótvörnin rúmir 1,5 km. Ekki langt frá enda grjótvarnar inn með firðinum er nokkuð mikil skering sem hefur verið grafið úr undanfarið og hefur efninu verið keyrt í fláafleyga og vegfyllingar. Efni úr göngunum var notað til að hækka vegfyllingarnar næst munnanum.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá þvott á lofti í göngunum fyrir sprautusteypun, vegfyllingar nálægt munnanum, námuna í Nautahjalla og lagnavinnu í göngunum Arnarfjarðarmeginn.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31