A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
09.06.2017 - 06:54 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Saga dagsins: - Gömul orðsending til alþingismanna

Matthías Bjarnason. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Matthías Bjarnason. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Eftirfarandi orðsendingu sendum við til alþingismanna til gamans fyrir nokkrum árum:

 

Þar sem þið ræðið nú af kappi um stjórnarskrá Íslands og lesið upp úr ýmsum bókum, mælum við sterklega með því að þið kryddið mál ykkar svolítið og takið með ykkur í ræðustólinn nýju bókina okkar, Þjóðsögur og gamanmál að vestan, slegið á létta strengi í kreppunni, sem Hemmi Gunn tók saman. Í þeirri bók er eiginlega mannlífið í hnotskurn líkt og í stjórnarskránni, eins og þessi skemmtilega saga sannar:

 

Frambjóðendur á Vestfjörðum fóru eitt sinn saman í bíl um kjördæmið og héldu kosningafundi. Þegar komið var til Ísafjarðar að kvöldi, dæsti Sighvatur Björgvinsson og sagði:

   Maður er nú bara orðinn dauðþreyttur eftir að hafa flutt ræður á fimm fundum í dag.

   Þá heyrðist í járnkarlinum Matthíasi Bjarnasyni:

   Hvað megum við hinir þá segja, sem höfum þurft að hlusta á þær allar? 



« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31