A A A
  • 1951 - Sigríđur Ţórarinsdóttir
13.03.2015 - 10:25 | Á vettvangi dagsins:

Saga af frumbyggjum og frumbyggjaréttur

Inkaborgin Machu Picchu í Perú. Inkarnir reistu hana áđur en ógćfan barđi ađ dyrum. (Wikipedia)
Inkaborgin Machu Picchu í Perú. Inkarnir reistu hana áđur en ógćfan barđi ađ dyrum. (Wikipedia)
« 1 af 4 »

Hallgrímur Sveinsson skrifar:

 

Einu sinni voru frumbyggjar. Þeir áttu heima í Ameríku og nefndust indíánar. Þeir áttu fallegt land með öllum hugsanlegum gæðum, gulli og gersemum. Svo komu hvítu, gráðugu kallarnir. Þeir reyndu að útrýma frumbyggjunum og menningu þeirra. Þeir sýndu miskunnarlausa valdagræðgi og ágirnd sem indíánarnir ekki skildu. Stálu landinu þeirra og ráku þá út á svokölluð sérsvæði. Sumir afkomendur þeirra lepja þar enn í dag dauðann úr skel. Við það situr.

   Og það voru líka frumbyggjar á Íslandi. Margir þeirra stunduðu fiskveiðar, unnu í fiski, borðuðu fisk og töluðu um fisk. Svo fækkaði fiskunum í sjónum. Þá kom kvótinn. Ríku kallarnir komu og gleyptu hann. Margir Vestfirðingar seldu frumburðarrétt sinn fyrir einn baunadisk. Aðrir fluttu burtu með poka fulla af peningum. Nú syndir fiskurinn upp í kálgarða. Fólkið má ekki veiða hann nema með höppum og glöppum í einhverju gustukaskyni. Stóru kallarnir sýna miskunnarlausa ágirnd, segjast eiga fiskinn og gefa ekki tommu eftir. Þeir borga sjálfum sér arð svo milljörðum skiptir. Flytja skal fólk úr sjávarbyggðum í fátækrablokkir fyrir sunnan. Þetta skilja afkomendur frumbyggjanna ekki. Við það situr. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31