A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
15.07.2017 - 09:28 | Vestfirska forlagið,Sigríður J. Valdimarsdóttir,Hollvinir Núpsskóla,Björn Ingi Bjarnason

Saga Núpsskóla í Dýrafirði komin í dreifingu

Frá afhendingu bókarinnar á Eyrarbakka. F.v.: Sigríður J. Valdimarsdóttir, Björn Ingi Bjarnason og Steinar Vilhjálmsson. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir
Frá afhendingu bókarinnar á Eyrarbakka. F.v.: Sigríður J. Valdimarsdóttir, Björn Ingi Bjarnason og Steinar Vilhjálmsson. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir
« 1 af 10 »

Í lok júní sl. kom út bókin Núpsskóli í Dýrafirði  - Ungmenna -  og héraðsskóli 1907 – 1992 og var útgáfunni  fagnað á samkomu að Núpi í Dýrafirði.

Það er félagið Hollvinir Núpsskóla er gefa bókina út sem er í stóru broti og 424 síður alls. Bókin er hin glæsilegasta í alla staði en hana ritaði Aðalsteinn Eiríksson frá Núpi.

Sigríður J. Valdimarsdóttir, formaður Hollvina Núpsskóla og Steinar Vilhjálmsson, gjaldkeri, hófu dreifingu bókarinnar þann 11. júlí sl. til áskrifenda.

Í upphafi var farið á Eyrarbakka og fyrstur til að fá bókina afhenta var Björn Ingi Bjarnason frá Flateyri sem var í landsprófi í Núpsskóla veturinn 1968-1969.

Núpsskóli

Núpsskóli var settur á fót að frumkvæði séra Sigtryggs Guðlaugssonar 4. janúar 1907 á Núpi í Dýrafirði og er því orðinn 110 ára. Þetta var einn fyrsti alþýðu- og ungmennaskóla landsins. Slíkir skólar risu í framfarahug aldamóta tuttugustu aldar. Rætur þeirra voru í hugsjónum danskra lýðháskóla sem lagaðir voru að íslenskum veruleika í mynd héraðsskóla þegar leið á öldina.

Saga Núpsskóla er í senn almenn skólasaga þjóðarinnar og saga afskekktra sveita á Vestfjörðum sem drógu með tímanum til sín hundruð íslenskra ungmenna í samfélag vinnu og gleði á eftirminnilegum morgni ævi sinnar.

Hollvinir Núpsskóla segja þessa sögu og lýsa bakgrunni hennar í myndum, nemenda- og kennaratali, sögu bygginga, viðhorfum og hugsunarhætti frumkvöðla og skólastjóra frá sr. Sigtryggi til loka skólans.

Þar segir frá stjórnunarháttum, félagslífi og samsetningu nemendahópsins frá Steini Steinari, Kristjáni Davíðssyni, Jóni úr Vör allar götur til Birgittu Jónsdóttur og Jóns Gnarr.

Aðalsteinn segir að fyrri það fyrsta séu hollvinasamtökin að reyna að halda lífi í skólanum sem eigi mjög undir högg að sækja.


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31