SAFNA FYRIR NÝJU ÞAKI
Í vetur urðu eigendaskipti á hinni fornfrægu krá Vagninum á Flateyri og eru eigendur svokallaðir sumarfuglar á Flateyri, það er að segja íbúar sem hafa keypt sér hús í þorpinu og dvelja þar á sumrin og eftir föngum á vetrum líka.
Húsnæði Vagnsins er orðið afar lúið og þar þarf að taka verulega til hendinni og fyrsta verkefnið er að skipta um þak. Nú er hafin söfnun á Karolina Fund og takmarkið er að eiga fyrir nýju þaki.
Það hefur verið líf og fjör á Vagninum í sumar, á stokk hafa stigið Bjartmar, Sniglabandið og Andrea, útvarpsmaðurinn Andri Freyr, Daði og í kvöld ætlar Mugison að mæta í miklu stuði.
Eyvindur Atli Ásvaldsson er kokkur Vagnins í sumar en öðru hvoru detta inn gestakokkar og um Verslunarmannahelgina ætlar að Snorri Birgir Snorrason að hræra í pottunum.
Á laugardaginn munu ljúfir tónar KK fá að njóta sín en hann er Flateyringum afar kær.