31.08.2015 - 06:52 | Hallgrímur Sveinsson
Rúmlega 1000 gestir komu í Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar í sumar
Í sumar komur rúmlega 1000 gestir í Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar, sem staðsett var í gamla Verslunarfélagshúsinu á Þingeyri, seinna Kranakjör o. fl.
Meiri hluti gestanna var útlendingar að sögn Jóns. Meðal þeirra voru meira að segja heimsfrægar leikkonur frá Hollywood og allt. Má nefna Geenu Davis í því sambandi.
Segja má að þetta sé svipað og á nágrannabænum í Koltru: Allt að ¾ gestanna eru erlendir ferðamenn.