A A A
  • 1933 - Pétur Andres Baldursson
Um þessar mundir standa yfir stífar æfingar hjá leikdeild Höfrungs á Þingeyri en verið er að leggja lokahönd á eitt vinsælasta barnaleikrit allra tíma, Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Leikstjórn annast Elfar Logi Hannesson líkt og fyrri ár. 

Síðustu ár hefur verið starfandi blómlegt leiklistarlíf hér á Þingeyri en árið 2009 er stofnuð sérstök leikdeild innan íþróttafélagsins Höfrungs. Fyrsta uppfærslan var á frumsömdum leik Dragedukken. Var þar á ferðinni leikur byggður á sögu Þingeyrar er fjallaði um kaupmanninn Andreas M. Steinbach sem á síðkvöldum dundaði sér við að semja tónlist við norska leikverkið Dragedukken. Leikurinn sló í gegn og næstu tvö árin voru frumfluttir tveir sögulegir dýrfirskir leikir, Eikin ættar minnar, 2010, og Höfrungur á leiksviði, 2011. Þá var tekin stutt kúnstpása en leikurinn svo hafinn að nýju með brumandi krafti með uppsetningu á Línu Langsokk, 2014, sem sló öll met. Síðustu tvö ár hafa verið sett á svið leikverk eftir annað vinsælt barnaleikritaskáld, Thorbjörn Egner, Kardemommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi. Í ár liggur leiðin aftur til Lindgrenheima, nánar tiltekið í Matthíasarskóg hvar Ronja ræningjadóttir býr. 

Að vanda er leikritið sýnt um páska og eru sýningarnar vel sóttar af bæði heimamönnum sem og aðkomufólki sem sækir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Leikararnir sem fara með hlutverk hinna ungu vina Ronju og Birkis eru efnileg þó ung séu að árum, en Katrín Júlía Helgadóttir er 8 ára og Ástvaldur Mateusz Kristjánsson er 11 ára. Frumsýnt verður laugardaginn 24. mars í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðaverð er 3.000 kr og miðasölusími: 863-1015.

Sýningartímar eftirfarandi: 

 

Frumsýning laugardaginn 24. mars kl: 13.00.
2. sýning sunnudaginn 25. mars kl: 13.00
3. sýning fimmtudaginn 29. mars kl:13.00
4. sýning fimmtudaginn 29. mars kl:16.00
5. sýning föstudaginn 30.mars kl: 13.00
6. sýning föstudaginn 30. mars kl:16.00

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30