A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
Fjallabræður. Myndin er fengin að láni af Facebook síðu Fjallabræðra.
Fjallabræður. Myndin er fengin að láni af Facebook síðu Fjallabræðra.
Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru vekefni sem „vonandi mun bera mig hringinn í kringum landið", eins og hann hefur orðað sjálfur. Halldór Gunnar hefur að undanförnu verið að vinna lag fyrir Fjallabræður sem hefur hlotið nafnið Ísland. Lagið er stórt og mikið og eru margir sem koma að flutningi þess, þ.á.m Fjallabræður, hljómsveit Fjallabræðra, Unnur Birna Björnsdóttir og lúðrasveit Vestmanneyja. Halldór Gunnar samdi lagið en textann samdi Jökull Jörgensen. Einsöng í laginu syngur Unnur Birna Björnsdóttir sem einnig kom að því að semja lagið. „Eftir að lagið fór að taka á sig mynd kviknaði sú brjálaða hugmynd að leggja af stað í það verkefni að fanga „Rödd þjóðarinnar" inn á lokakafla lagsins. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef eru 10% þjóðarinnar skilgreiningin á rödd þjóðarinnar og hana ætla ég að fanga", segir Halldór Gunnar...

Halldór Gunnar mun hafa samband við kóra, leik- og grunnskóla og aðra félagsstarfssemi í hverju byggðarlagi fyrir sig til að biðja fólk um að taka þátt en hann leitast einnig eftir öllum þeim sem vilja syngja með inn á lagið í hverju byggðarlagi. „Á hverjum stað sem ég heimsæki verður opið hús þar sem upptökur fara fram. Kafli lagsins er einfaldur og fljótlærður og mun það ekki taka langan tíma að kenna sönglínuna og taka hana upp," segir Halldór Gunnar.

Halldór Gunnar verður í félagsheimilinu á Þingeyri miðvikudaginn 4.apríl kl. 17:30, að fanga rödd Dýrfirðinga. Með honum verða Pétur Kristján og Helgi Gumðmundssynir hjá Trailerparkstudios en þeir munu fylgja verkefninu eftir við hvert fótmál og búa til sjónrænt listaverk við lagið, þar sem land og þjóð fara með aðalhlutverk.

Markmiðið með þessu öllu saman er að reyna sameina þjóðina í söng. Það er alveg klikkað ef að heil þjóð tekur sig saman í söng, það hlýtur bara að vera einsdæmi. Að verkefninu loknu verður lagið og myndbandið gert aðgengilegt öllum að kostnaðarlausu á vefsíðu verkefnisins sem verið er að vinna að.

Verkefnið hefst föstudaginn 30.mars á Vestfjarðarferð og er dagskrá þess hluta sem hér segir:

30.mars Föstudagur. Hólmavík, félagsheimili kl. 18:00
31.mars Laugardagur. Flateyri, félagsheimili kl. 15:00
2.apríl Mánudagur. Suðureyri, félagsheimili kl. 21:00
3.apríl Þriðjudagur. Súðavík, Súðavíkurskóli kl. 13:00
3.apríl Þriðjudagur. Bolungarvík, félagsheimili kl. 20:00
4.apríl Miðvikudagur. Þingeyri, félagsheimili kl. 17:30
7.apríl Laugardagur. Ísafjörður, Listakaupstaður kl. 11:30
10.apríl Þriðjudagur. Patreksfjörður, félagsheimili kl. 18:00
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30