A A A
  • 1951 - Friđfinnur S Sigurđsson
  • 1973 - Atli Már Jóhannesson
  • 1976 - Kristján Rafn Guđmundsson
  • 1979 - Jón Ţorsteinn Sigurđsson
  • 1988 - Arnţór Ingi Hlynsson
03.01.2017 - 21:06 | Vestfirska forlagiđ,Suđri - Hérađsfréttablađ á Suđurlandi,Árni Gunnarsson

Ritdómur: - Saga baráttu og átaka til ađ ná fram einföldum mannréttindum

« 1 af 2 »

Úr fjötrum“ nefnist bók, sem Guð- jón Friðriksson, sagnfræðingur, hefur skrifað um 100 ára sögu Alþýðuflokksins.

 

Bókin er 575 blaðsíður í stóru broti og hana prýðir mikill fjöldi mynd. Guðjón rekur sögu flokksins frá stofnun 12. mars árið 1916 og þar til hann varð hluti af Samfylkingunni árið 2000. Flokkurinn var þó aldrei lagður niður og lifir enn. Forlagið gefur bókina út og kynnti hana á fjölmennri bókarkynningu um miðjan nóvember.

 

Bókmenntafélag jafnaðarmanna og nokkrir fyrrverandi félagar í Alþýðuflokknum höfðu frumkvæði að útgáfu bókarinnar. Bókmenntafélagið, hið fyrra, var stofnað árið 1929. Það gaf út bækur og tímaritið „Almanak alþýðu“. Fjöldi þekktra fræðimanna og rithöfunda kom að starfi félagsins, sem eftir nokkur ár lagði upp laupana vegna fjárskorts. Félagið var endurreist 12. mars 2011, og er núverandi formaður þess Árni Gunnarsson, fyrrum. alþingismaður.

 

Kostnaður við útgáfu bókarinnar var að hluta greiddur úr minningarsjóð Magnúsar Bjarnasonar, sem lengstum var barnakennari á Sauðárkróki. Magn- ús var eldheitur jafnaðarmaður og arfleiddi hann Alþýðuflokkinn að stærstum hluta eigna sinna þegar hann féll frá. Um hann var stofnaður minningarsjóður, sem er ætlað að styrkja framgang og kynningu á jafnaðarstefnunni. Nokkrir aðrir velviljaðir aðilar lögðu bókinni til fjármuni.

 

Á 100 ára afmæli Alþýðuflokksins í mars á þessu ári, efndi Bókmenntafé- lagið til hátíðarfundar, 8 fyrirlestra um jafnaðarstefnuna og verkalýðshreyfinguna og funda í rauðu bæjunum Hafnarfirði og Ísafirði. Þá hefur félagið opnað netsíðu >bokjafn.is< þar sem hægt er að finna fyrirlestrana og margvíslegt efni um Alþýðuflokkinn og jafnaðarstefnuna. Þá er einnig síða á fésbókinni >Alþýðuflokkurinn 100 ára>.

Fyrir nokkrum árum hófst svo söfnun gagna um Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna, forystumenn og sögu. Þjóðskjalasafnið hefur annast skráningu gagnanna og að auki hefur handritadeild Landsbókasafnsins unnið að skráningu skjala, sem þar voru og tengdust forystumönnum flokksins. Mikið magn heimilda hefur nú verið skráð, en Ásgeir Jóhannesson hefur haft umsjón með gagnaöfluninni. Þessar heimildir. má nálgast með krækjum, sem finna má á vefnum.

 

Í formála að bókinni „Úr fjötrum“ segir Árni Gunnarsson m.a.: „Um aldamótin síðustu hvöttu nokkrir félagar, sem starfað höfðu í Alþýðuflokknum, Gylfa Gröndal, rithöfund, til að hefja ritun á sögu Alþýðuflokksins og hétu fjárhagslegum stuðningi við verkið. JPV tók að sér útgáfuna. Gylfi lauk við fyrsta bindið árið 2003 og kom það út sama ár. Bókin nefndis „Fólk í fjötrum, bar- áttusaga íslenskrar alþýðu“ og spannaði tímabilið frá því fyrir aldamótin 1900 og þar til Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn komu til sögunnar árið 1916. Bókin er löng uppseld. Gylfi Gröndal hóf síðan undirbúning að öðru bindi verksins, en veiktist alvarlega og lést árið 2006“.

 

Með endurreisn Bókmenntafélags jafnaðarmanna 2011 hófust fljótlega umræður innan félagsins um að ljúka ritun á sögu Alþýðuflokksins. Félagið horfði sérstaklega til aldaramælis flokksins 12. mars 2016 og hvernig þeirra merku tímamóta yrði minnst á veglegan hátt“. Fjögurra manna ritnefnd var skipuð Guðjóni Friðrikssyni til aðstoðar og ráðuneytis um öflun gagna. Nú er þessi mikla bók og merkilega saga komin út.

 

Saga Alþýðuflokksins í 100 ár er saga mikillar baráttu og átaka til að ná fram einföldum mannréttindum alþýðu landsins til hagsbóta. Þannig náði flokkurinn fram lögum um verkamannabú- staði, vökulögum til að stöðva sleitulausa vinnu og svefnleysi sjómanna á togurum, alþýðutryggingar og síðar almannatryggingar, lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur, um sömu laun karla og kvenna fyrir sömu vinnu, lánasjóð íslenskra námsmanna og um eflingu tónlistarnáms um land allt.

 

Undir stjórn Alþýðuflokksins var tekin upp ný og frjálslynd hagstjórnarstefna og fyrstu skref stigin í átt til frjálsra milliríkjaviðskipta og aðildar að EFTA. Þá var aðild að evrópska efnahagssvæðinu samþykkt. Skólakerfinu var umbylt og vísindastarf stóreflt. Flokkurinn beitti sér fyrir róttækum umbótum á tekjustofnakerfi ríkisins og staðgreiðslu skatta. Þegar samþykkt voru lög um stjórn fiskveiða náði flokkurinn fram viðbótarákvæði um að tímabundinn nýtingarréttur sjávarauð- lindarinnar myndaði aldrei lögvarinn eignarétt. Þá náði flokkurinn fram nýrri félagsmálalöggjöf, jafnréttislög voru sett og stofnaður framkvæmdasjóður öryrkja og þroskaheftra. Þetta eru aðeins nokkur þeirra mála, sem Alþýðuflokknum tókst að ná fram á Alþingi.

 

En saga flokksins er einnig vörðuð miklum innbyrðisátökum, bæði í flokki og verkalýðshreyfingu. Þannig urðu átökin við kommúnista í verkalýðshreyfingunni og á Alþingi til þess að flokkurinn margklofnaði og náði aldrei því fylgi, sem jafnaðarmannaflokkar í hinum norrænu löndunum, nutu. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum og nokkrir af helstu áhrifamönnum hans hurfu á braut og til starfa hjá öðrum flokkum, um sinn.

 

Saga flokksins, sem Guðjón Friðrikssonar ritar af þekkingu og ritfærni, er mikil og traust aldarfarslýsing og skýrir og skilgreinir þá þróun stjórnmálaflokka, sem enn starfa hér á landi. Þetta er saga mikilla örlaga, karla og kvenna, sem skipuðu sér í raðir verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna, og saga stjórnmálaflokks, sem náði ótrúlegum árangri í hagsmunamálum verkalýðs og almennra borgara, hélt hreinum meirihluta í rauðu bæjunum Hafnarfirði og Ísafirði í áratugi og hóf jafnaðarstefnuna til umtalsverðra áhrifa. Það er tímabært, að jöfnuður þegnanna verði á ný markmið íslenskra stjórnmála.

Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.

 

 

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31