15.09.2017 - 06:54 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Ríkisstjórnarslit
Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björt framtíð sendi á fjölmiðla rétt eftir miðnætti.
Stjórn flokksins fundaði í kvöld eftir að það kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skrifaði undir meðmælabréf um að Hjalti Sigurjón Hauksson, dæmdur barnaníðingur, fengi uppreist æru.