24.09.2012 - 12:01 | bb.is
"Rífandi uppgangur og aukning ferðamanna“
„Við fundum mikinn mun á milli ára, og það var ágætis fjölgun á fólki sem kom til okkar, bæði í kaffihúsið og á hestaleiguna," segir Janne Kristensen, annar verta Simbahallarinnar. „Nú eru hestarnir komnir í vetrarfrí út í Keldudal og við á leið í frí sjálf."
Engin starfsemi verður fram að áramótum, en hestaleigan opnar líklega aftur í janúar og kaffihúsið um páskana.