A A A
Jólasveinninn og Hallgrímur Sveinsson lagerstjóri. Mynd: Davíð Davíðsson
Jólasveinninn og Hallgrímur Sveinsson lagerstjóri. Mynd: Davíð Davíðsson
Lagersalan hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri er enn í fullum gangi og hefur gengið rosalega vel. Boðið er upp á allar bækur forlagsins, um 200 talsins, sem gefnar hafa verið út, aðallega á síðustu 10 árum og eru þær á Perluverð, það er sama verði og á bókamarkaðnum í Perlunni í Reykjavík í vetur og karamella í kaupbæti! Ýmsir hafa haft orð á því að sennilega sé hvergi saman komið á einum stað jafn mikið og fjölbreytt efni um Vestfirði og Vestfirðinga eins og á lagersölu Vestfirska forlagsins á Þingeyri. Þetta finnst okkur ekki ólíklegt. Opið verður um helgina og hvetur Vestfirska forlagið heimamenn og ferðafólk til að renna við og athuga málið. Reiknað er með að lagersalan verði opin eitthvað fram í ágústmánuð.

Texti með mynd: Gamli Coca Cola jólasveinninn Sankti Kláus er táknmynd Lagersölu Vestfirska forlagsins á Þingeyri. Hallgrímur Sveinsson lagerstjóri situr við hlið hans og er greinilegt að þeir félagar eru uppteknir við að lesa bækurnar að vestan. Ljósm. Davíð Davíðsson.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30