A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
25.03.2015 - 21:19 | Fréttablaðið

Rafgeymar í runnum og rusl eftir hlaupara

Dýrfirðingurinn Sigurður G. Guðjónsson. Ljósm.: Fréttablaðið.
Dýrfirðingurinn Sigurður G. Guðjónsson. Ljósm.: Fréttablaðið.
Dýrfirðingurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur rýnt í rusl í borginni síðustu tvö ár og myndað það sem hann sér.

Sigurður G. Guðjónsson og hundurinn hans, Atlas, hafa nú í næstum tvö ár myndað rusl í Reykjavík sem þeir hafa séð á göngum sínum um borgina, sem þeir hafa síðan deilt á síðunni Rusl í Reykjavík. "Í vetur hefur ruslið verið minna sjáanlegt í snjónum, en núna þegar hann fer kemur í ljós ógeðslega mikið rusl," segir Sigurður.

 

Hann segir það mikið áhyggjuefni hversu miklir sóðar borgarbúar virðast vera. "Það er merkilegt hvað maður finnur úti. Vinsælastar eru fernur utan af kókómjólk og þess háttar. Svo er álið utan af gelinu hjá hlaupurunum orðið mjög vinsælt. Ég finn líka oft heilu pitsukassana og um daginn fann ég rafgeymi úti í runna."

 

Á þessum tæpu tveimur árum segist Sigurður ekki sjá mikinn mun á umgengni borgarbúa. "Umgengni fólks um náttúruna innanbæjar hefur ekkert skánað. Nú er auðvitað enginn áróður fyrir því að halda borginni hreinni, en við þurfum á vakningu að halda þar sem við berum sjálf ábyrgð á umhverfinu." Hann telur að flokkun á rusli muni ekki hafa áhrif á þetta. "Það kannski hefur eitthvað að segja, en þetta er bara sóðaskapur eftir þá sem ekki treysta sér til að koma rusli eða umbúðum í ruslafötur eða heim til sín."

 

Fréttablaðið miðvikudagurinn 25. mars 2015.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31