A A A
12.10.2015 - 06:33 | BIB,Fréttatíminn

Partíljón frá Bíldudal kveđur sér hljóđs

Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.

Vasapési partíljónsins er ný bók sem kom út á dögunum. Bókin inniheldur heilræði, limrur og léttmeti í bland og segir höfundurinn, Pétur Bjarnason frá Bíldudal, bókina vera hálfgerðan leiðarvísi fyrir veislustjóra.

„Ég hef í gegnum tíðina verið að fíflast við hálfgert uppistand, veislustjórn og slíkt,“ segir Pétur Bjarnason. „Það var alltaf verið að hringja í mig og fá sögur, eða slíkt sem hentaði fyrir hin ýmsu mannamót. Ég hugsaði að það væri eins gott að gera þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll og safnaði saman þessu úrvali úr því efni sem ég hef safnað í gegnum tíðina,“ segir hann. „Lausavísur og limrur eru alltaf vinsælar, sem og svokallaðar skaupsögur. Þetta er stolið mikið til, og ég fékk leyfi hjá nokkrum en aðrir eru látnir,“ segir Pétur. „Þetta er nú oftast fengið úr opinberum heimildum.

Ég er nú eins lítið og ég get í veislustjórninni því ég nenni því ekki lengur,“ segir hann. „Aðallega bara hjá þeim sem ég þekki til. Ég ákvað að gera þetta og fyrst ég var að því þá var bara ráð að setja þetta á markað. Ég hef fengið ágætis viðbrögð við þessu og fólki finnst gaman að þessu,“ segir Pétur. „Önnur ástæða er sú að ég á tvo hillumetra af limrum og sögum og slíku, svo það er mikið til af heimildum. Ef ég er að leita að sögum fyrir eitt kvöld þá þarf að fara í gegnum 4 til 10 bækur. Í hverri bók eru nokkrar perlur og maður verður að leita. Ég mat það sem svo að í þessari bók væru mínar perlur. Ég á þrefaldan forða af þessu,“ segir Pétur Bjarnason partíljón.

Vasapési partíljónsins fæst í öllum betri bókabúðum og er það Nordic Games sem dreifir.

 

Fréttatíminn helgina 9. - 11. október 2015.

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31