13.03.2015 - 08:07 | bb.is,BIB
Pantanir streyma inn á Núpi
Rokk- og skíðaþyrstir gestir eru byrjaðir að panta gistingu á Hótel Núpi í Dýrafirði og telja ekki eftir sér að keyra á milli Dýrafjarðar og Ísafjarðar um páskana.
Guðmundur H. Helgason hótelstjóri segir að um helmingur af gistirými hótelsins sé upppantað. „Þetta er á svipuðu róli og það hefur verið síðustu ár nema í fyrra þegar ein ferðaskrifstofa pantaði allt hótelið. Við fáum flestar pantanir í síðustu vikunni, fólk endar hjá okkur ef það fær ekki gistingu annars staðar enda erum við lengst í burtu,“ segir Guðmundur.
Guðmundur H. Helgason hótelstjóri segir að um helmingur af gistirými hótelsins sé upppantað. „Þetta er á svipuðu róli og það hefur verið síðustu ár nema í fyrra þegar ein ferðaskrifstofa pantaði allt hótelið. Við fáum flestar pantanir í síðustu vikunni, fólk endar hjá okkur ef það fær ekki gistingu annars staðar enda erum við lengst í burtu,“ segir Guðmundur.