A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
Pétur Bjarnason á góðri stund Vestfirðinga. F.v.: Jón Kr Ólafsson, Magnús Björnsson, látinn, Ólafur Helgi Kjartansson, Hafliði Magnússon, látinn og Pétur Bjarnason. Ljósm.: BIB
Pétur Bjarnason á góðri stund Vestfirðinga. F.v.: Jón Kr Ólafsson, Magnús Björnsson, látinn, Ólafur Helgi Kjartansson, Hafliði Magnússon, látinn og Pétur Bjarnason. Ljósm.: BIB

Í erindi sem Pétur Bjarnason frá Bíldudal, fyrrum fræðslustjóri Vestfjarða, flutti á málþingi í Bolungarvík 27. maí árið 2000 um séreinkenni Vestfirðinga, sagði hann meðal annars:

 

Vestfirðingurinn er hertur af umhverfi sínu og hann hefur þraukað við óblíð kjör í hundruð ára. Hann hefur lifað á fiski og fjörubeit þegar aðrir landsmenn hafa soltið í hel eða fallið í plágum. Hann er þrjóskari en sauðkindin og trúir því enn þann dag í dag að nálægðin við fiskimiðin muni verða honum til bjargar eins og fyrr. Hann hefur sína eigin menningu sem er tiltölulega sjálfbær og býsna fjölbreytt. Hann elur oft á kerskni við náungann, ekki vegna mannvonsku heldur til að honum líði sjálfum betur og meinar ekki alltaf mikið með því. Hann er dulur og sýnir væntumþykju sína oft með hranalegum hætti. Hann hefur þá bjargföstu trú að hann sé þó nokkuð skárri en aðrir landsmenn og geldur því varhug við aðkomumönnum. Þeir ná þó iðulega viðurkenningu hér svona eftir nokkurra áratuga búsetu þegar best lætur.”

   Þessi palladómur hins ramma Vestfirðings, Péturs Bjarnasonar, er með þeim allra bestu sem á þrykk hafa komið um hinn merka þjóðflokk sem tekið hefur sér bólfestu hér á hjara veraldar.  



« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31