A A A
  • 1931 - Valgerđur Kristjánsdóttir
  • 1956 - Auđbjörg Halla Knútsdóttir
  • 1984 - Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir
  • 1988 - Emil Ólafur Ragnarsson
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
« 1 af 3 »
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir þingmannafundi í kjördæminu þar sem staðan í atvinnumálum á Þingeyri og á Flateyri verði rædd. Lilja Rafney segir að staðan sé grafalvarleg. „Í ljósi þess að öllu starfsfólki var sagt upp hjá fiskvinnslu Vísis hf í Grindavík um sl. áramót og að engin niðurstaða er enn komin hjá Byggðastofnun um úthlutun byggðakvóta til þessara staða er staða atvinnumála á Þingeyri og á Flateyri í mikilli óvissu og atvinnuöryggi fjölda fjölskyldna í uppnámi,“ segir í bréfi hennar til fyrsta og annars þingmanna kjördæmisins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Einars K. Guðfinnsonar. 

Lilja Rafney getur þess í bréfinu að um næstu mánaðamót þarf starfsfólk Vísis á Þingeyri að svara hvort það þiggur vinnu hjá Vísi í Grindavík og Lilja Rafney segir pressuna mikla á fólk að flytjast búferlum nauðugt og fara frá eignum sínum á Þingeyri. Lilja Rafney óskar eftir því að fulltrúar Ísafjarðarbæjar, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Byggðastofnunar auk fulltrúa heimamanna verði á fundinum. 

Í fréttum RÚV um helgina gagnrýndi Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Byggðastofnun fyrir að hafa ekki gengist að samkomulagi Valþjófs, Arctic Odda og Vísis um veiðar og vinnslu á sértækum byggðakvóta Þingeyrar og Flateyrar. Finnbogi sagði að það hafi verið mikið áfall fyrir fólkið í þorpunum þegar Byggðastofnun ákvað að úthluta ekki byggðakvóta til fyrirtækjanna. 

Byggðastofnun auglýsti byggðakvóta Flateyrar á ný þegar ljóst var að Arctic Oddi ætlaði að hætta vinnslu á Flateyri, en fyrirtækið var með samning við Byggðastofnun um nýtingu kvótann. Samkomulag Arctic Odda, Valþjófs og Vísis var opinberað áður en Byggðastofnun auglýsti byggðakvóta Flateyrar og Þingeyrar lausa til umsóknar. Þrjár umsóknir bárust um Flateyrarkvótann, frá Valþjófi, Íslensku sjávarfangi og sameiginleg umsókn átta útgerða á Flateyri. Byggðastofnun hefur ekki afgreitt umsóknirnar og er verið að kanna möguleika á samstarfi umsækjenda um nýtingu kvótans. 

Sértækur byggðakvóti Þingeyrar var auglýstur laus til umsóknar eftir áramót og umsóknafrestur er til 21. janúar.
« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30