04.01.2018 - 21:04 | Vestfirska forlagið,Orkubú Vestfjarða,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Orkubú Vestfjarða 40 ára
Orkubú Vestfjarða tók formlega til starfa þann 1. janúar 1978, en stofnsamningurinn var undirritaður þann 26. ágúst 1977 af vestfirksum sveitarstjórnarmönnum og þáverandi iðnaðarráðherra. Orkubúið átti því 40 ára starfsafmæli þann 1. janúar 2018.
Upphaflega var Orkubúið sameignarfélag og eignarhaldið þannig að sveitarfélögin áttu 60% og ríkið 40%, en eignarhluti sveitarfélaganna skiptist innbyrðis í hlutfalli við íbúatölu. Sveitarfélögin lögðu inn eignir rafveitna í þeirra eigu ásamt öllum rétti til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallvatns í eigu og sveitarfélaganna, sem stofnfé, en ríkið lagði inn virkjanir og aðrar eignir Rafmagnsveitna ríkisins á Vestfjörðum á þeim tíma, sem sitt stofnfé.
Orkubú Vestfjarða hf var svo stofnað 1. júní 2001 og var eignarhaldið óbreytt í upphafi, en sveitarfélögin seldu síðar sinn hlut til ríkisins sem á öll hlutabréfin í fyrirtækinu í dag.
Upphaflega var Orkubúið sameignarfélag og eignarhaldið þannig að sveitarfélögin áttu 60% og ríkið 40%, en eignarhluti sveitarfélaganna skiptist innbyrðis í hlutfalli við íbúatölu. Sveitarfélögin lögðu inn eignir rafveitna í þeirra eigu ásamt öllum rétti til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallvatns í eigu og sveitarfélaganna, sem stofnfé, en ríkið lagði inn virkjanir og aðrar eignir Rafmagnsveitna ríkisins á Vestfjörðum á þeim tíma, sem sitt stofnfé.
Orkubú Vestfjarða hf var svo stofnað 1. júní 2001 og var eignarhaldið óbreytt í upphafi, en sveitarfélögin seldu síðar sinn hlut til ríkisins sem á öll hlutabréfin í fyrirtækinu í dag.