A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
11.06.2017 - 21:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Orðsending til lesenda Þingeyrarvefsins

F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason á ársfundi -Vestfirska forlagsins- sem haldinn var þann 6. júní sl. í Simbahöllinni á Þingeyri.
F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason á ársfundi -Vestfirska forlagsins- sem haldinn var þann 6. júní sl. í Simbahöllinni á Þingeyri.

 

   Kæru vinir.

Eins og margir ykkar vita, höfum við undirritaðir séð um að halda Þingeyrarvefnum gangandi nú um nokkurt skeið. Hefur það verið á vegum Vestfirska forlagsins og Íþróttafélagsins Höfrungs. Þetta er endalaus vinna sem hefur gefið okkur mikið í aðra hönd. Ekki er það nú í peningum talið eins og þið vitið, heldur er það fyrst og fremst ánægjan sem þar hefur verið aflvakinn. Og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samferðamennina og framtíðina.

   Mörgum þykir vænt um Þingeyrarvefinn. Hefur svo verið frá því strákarnir í Mjólká byrjuðu með hann 2003. Þar birtist oft efni sem hvergi er að finna annarsstaðar.

Það geta allir séð með því að skoða frétta- og greinamagasínið á vefnum sjálfum. Þar kennir ótrúlega margra grasa úr samfélagi okkar. Vonandi hefur það bæði verið til gagns og gleði. Og sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum.  

   En nú fer þessu bráðum að ljúka frá okkar hálfu af ýmsum ástæðum. (Sumir eru nú orðnir rugluð gamalmenni!). Samt ætlum við að láta sjá í sumar. Hvað svo verður í haust verður bara að koma í ljós.

   Með baráttukveðjum.

     Upp með Vestfirði!

      Hallgrímur Sveinsson

      Björn Ingi Bjarnason


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31