A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
Simbahöllin
Simbahöllin
Nýtt kaffihús á Þingeyri, Simbahöllin, var opnað um síðustu helgi. Wouter Van Hoeymissen er eigandi Simbahallarinnar en hann hefur jafnframt unnið sjálfur að endurbótum á húsinu síðustu 3 ár. Til stendur að þarna verði eins konar menningarhús þar sem tónleikar, ljóðalestur og myndlistasýningar fara fram en fyrsta myndlistasýningin verður í tengslum við Dýrafjarðardaga fyrstu helgina í júlí. Formleg opnunarhátíð hefst á föstudag og er dagskráin er sem hér segir:

 

Föstudagurinn 26. júní
Húsið opnar kl. 20:00
Trúbadorinn Gummi Hjalta spilar frá 22.00

 

Laugardagurinn 27. júní
Opið frá 12:00 - 18:00
Teiknikeppni fyrir krakka á öllum aldri milli 14 og 16 en keppendur munu teikna Simbahöllina. Flottasta myndin verður valin og teiknarinn verðlaunaður.

 

Sunnudagurinn 28. júní
Opið frá 12:00 - 18:00
Kaffi og vöfflur með sultu og rjóma á 650 kr.

 

Allir velkomnir!

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30