A A A
  • 1951 - Sigrķšur Žórarinsdóttir
24.10.2016 - 08:02 | bb.is,Vestfirska forlagiš

Opnun Žingeyrarflugvallar framlengd

Žingeyrarflugvöllurr. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Žingeyrarflugvöllurr. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á Vestfjörðum. Ástæða þess að vellinum er lokað yfir vetrartímann er að efsta burðarlagið í brautinni er rakadrægt sem aftur veldur frostlyftingu á veturna. 

„Völlurinn er skilgreindur í dag sem malarvöllur. Það eru göt á slitlaginu og það nokkuð laust á kafla og við þurfum að valta brautina á vorin áður en völlurinn er opnaður,“ segir Arnór 

Þingeyrarvöllur fékk heljarmikla yfirhalningu árið 2006 þegar brautin var lengd og sett slitlag á hana auk lendingarljósa og byggingu nýrrar vélaskemmu. Arnór segir að kostnaður við framkvæmdirnar hafi verið rúmar 300 milljónir kr. á verðlagi þess árs. 

Að sögn Arnórs hefur ekki verið tekin ákvörðun um að lagfæra brautina en árið 2013 var gerð kostnaðaráætlun fyrir viðgerðir sem hljóðaði upp á 100 milljónir kr. 

Í haust hafa vélar Flugfélags Íslands lent fjórum sinnum á Þingeyri. 
« Jślķ »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31