A A A
  • 1986 - Sigvaldi Jónsson
03.11.2017 - 17:53 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ólafur Hörđur Sigtryggsson - Fćddur 17. mars 1934 - Dáinn 24. okt. 2017 - Minning

Ólafur Hörđur Sigtryggsson (1934 - 2017)
Ólafur Hörđur Sigtryggsson (1934 - 2017)
Ólaf­ur Hörður stál­skipa­smiður fædd­ist að Núpi við Dýra­fjörð 17. mars 1934. Hann lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 24. októ­ber 2017.

Ólaf­ur Hörður var son­ur hjón­anna Kristjönu Vig­dís­ar Jóns­dótt­ur, f. 23. nóv­em­ber 1904, d. 1. maí 1984, og Sig­tryggs Krist­ins­son­ar, f. 18. nóv­em­ber 1896, d. 19. des­em­ber 1972.
Bræður Harðar eru:
1) Gunn­ar Jón, f. 3. fe­brú­ar 1928, d. 10. fe­brú­ar 2002, maki Guðbjörg Svan­hild­ur Jóns­dótt­ir, f. 27.11. 1930.
2) Kristján, f. 8.6. 1931, maki Sigrún Guðmunds­dótt­ir, f. 3.10. 1931.
3) Krist­inn Gils, f. 2.2. 1944.

Hörður kvænt­ist Þór­unni Mel­steð Har­alds­dótt­ur.
Dæt­ur þeirra eru:
1) Erla Ó. Mel­steð. f. 1. júlí 1958, d. 20. fe­brú­ar 2017, maki Árni Árna­son. f. 1957. Börn Erlu a) Soffía, maki Jón, eiga þau tvö börn, b) Brynj­ar sem á einn son. 2) Soffía Ólafs­dótt­ir Mel­steð, f. 27. mars 1960, maki Jón­geir Hjörv­ar Hlina­son, f. 1955. Börn þeirra eru a) Hlini, maki Ásta Möller, þau eiga þrjú börn, b) Þór, c) Freyr, f. 1995. Þór­unn og Hörður skildu. Hörður kvænt­ist síðan Sigrúnu Daní­els­dótt­ur, f. 13.7. 1938. Börn þeirra Sigrún­ar eru: 1) Björk, f. 30. júlí 1963, maki Ketill Guðmunds­son, f. 14. janú­ar 1958. Börn Bjark­ar og fyrr­ver­andi maka: a) Ylfa Guðný, maki Há­kon Svanþórs­son og eiga þau tvö börn, b) Sig­trygg­ur Bene­dikt, maki Hild­ur María Hall­dórs­dótt­ir og eiga þau tvo syni, c) Stef­an­ía Rós, maki Bjarni Hrafn­kels­son, og eiga þau einn son, d) Maj-Britt Anna, f. 29.6. 1996.
2) Ragn­heiður, f. 8. apríl 1965, fv. maki Axel Björns­son, f. 28. júlí 1962. Börn þeirra a) Ágúst Leó, b) Úlfar Björn, f. 21. nóv­em­ber 1997.
3) Eygló, f. 21. nóv­em­ber 1966, fv. maki Ásmund­ur Agn­ars­son, f. 24. apríl 1967. Börn þeirra: a) Al­dís Rún, b) Agn­ar Daní­el.
4) Ægir, f. 29. októ­ber 1968, maki Hlíf Sæv­ars­dótt­ir, f. 6. nóv­em­ber 1971. Son­ur Ægis a) Davíð Aron. Dótt­ir Ægis og Hlíf­ar a) Hild­isif Sigrún.
5) Sig­trygg­ur, f. 3. júlí 1971, maki Krist­ín Þyri Þor­steins­dótt­ir, f. 10. sept­em­ber 1977. Börn þeirra: a) Sunn­eva Eld­björg, f. 3. apríl 2004, b) Daní­el Vilj­ar, f. 20. nóv­em­ber 2006.
Syn­ir Sigrún­ar af fyrra hjóna­bandi, stjúp­syn­ir Ólafs: 1) Jón Atli, f. 27. janú­ar 1958. Börn Jóns Atla a) Guðmund­ur Úlfar, maki Signý Rós Þor­steins­dótt­ir og eiga þau þrjú börn, b) Vikt­oría. 2) Úlfar Guðni, f. 22. mars 1959, d. 4.6. 1975. Sigrún og Hörður skildu.

Útför Ólafs Harðar fór fram frá Foss­vogs­kirkju í dag, föstudaginn 3. nóv­em­ber 2017.

 

________________________________________________________________________

 

Minningarorð

 

Ólaf­ur Hörður fædd­ist á Núpi við Dýra­fjörð 17. mars 1934 á bæ afa síns og ömmu, Krist­ins og Rakel­ar.

Vorið 1934 flutti fjöl­skylda Harðar að Alviðru í Dýraf­irði. Þar naut hann bernsku- og æsku­ár­anna við fal­leg­an fjörðinn, næstyngst­ur í fjög­urra bræðra hópi.

Stutt var niður í fjöru og fylgst var með gróðri og dýra­lífi; hrogn­kelsi og sil­ung­ur veidd í net, róið á trillu­báti til hand­færa­veiða og synt í sjón­um á góðviðris­dög­um. Í háum, brött­um og klett­ótt­um fjöll­un­um sýndi sig fljótt hversu óhrædd­ur Hörður var við að taka áhættu, t.d. þegar sækja þurfti kind­ur í kletta. Hann fór ung­ur að vinna í vega- og bygg­inga­vinnu. Þar reyndi á mikla verklagni hans og færni við að skila góðu verki, sem hann ætíð gerði.

Vorið 1949 flutti fjöl­skyld­an og leigði jörðina Kalastaðakot í Hval­f­irði. Hörður vann í Ol­íu­stöðinni, málaði ol­íu­tanka og gekk í önn­ur verk.

Um haustið 1951 fluttu þau til Reykja­vík­ur. Hann fór að vinna í Stálsmiðjunni í Reykja­vík og lagði jafn­framt stund á nám í Iðnskól­an­um í Reykja­vík. Í Stálsmiðjunni kom hann að smíði á fyrsta stál­skip­inu á Íslandi, drátt­ar­bátn­um Magna sem var einnig sveins­stykki Harðar í plötu- og ket­il­smíði eða stál­skipa­smíði eins og fagið var seinna kallað. Hörður lauk iðnnámi þann 15. októ­ber 1954, fékk sveins­bréfið 20. nóv­em­ber 1956 og meist­ara­bréfið þann 17. fe­brú­ar 1960.

Að loknu námi í Stálsmiðjunni stofnaði Hörður fyr­ir­tækið Járn­ver og tók að sér rétt­ing­ar á bíl­um auk þess að smíða m.a. land­búnaðar­tæki og járn­hand­rið fyr­ir stiga og sval­ir.

Um haustið 1967 flutti hann til Sand­gerðis og stofnaði Vélsmiðju Harðar hf. sem seinna varð Skipa­smiðjan Hörður. Stærri smiðja var reist í Njarðvík auk tré­smiðju. Unnið var að hönn­un, ný­smíði, viðgerðum og end­ur­bygg­ingu á stál­skip­um auk fram­leiðslu á tog­hler­um sem voru seld­ir inn­an­lands og er­lend­is.

Fyrsta stál­skipið sem var smíðað hjá Vélsmiðjunni var Hamra­borg SH 222. Á þess­um tíma sat Hörður einnig í stjórn Fé­lags drátt­ar­brauta og skipa­smiða.

Eft­ir að mik­ill sam­drátt­ur varð í at­vinnu­grein­inni á landsvísu auk erfiðs efna­hags­ástands flutti Hörður aft­ur á höfuðborg­ar­svæðið og rak um tíma smiðju þar.

Upp úr miðjum 10. ára­tug síðustu ald­ar hélt hann til Úganda til að byggja upp fisk­vinnslu­hús við Vikt­oríu­vatn.

Eft­ir dvöl­ina í Afr­íku flutt­ist Hörður á bernsku­slóðir sín­ar og sett­ist að á Þing­eyri við Dýra­fjörð.

Þar tók hann að sér að teikna og smíða yf­ir­bygg­ingu á bát og vann auk þess að end­ur­bygg­ingu fyrsta björg­un­ar­skips Vest­fjarða, Maríu Júlíu. Hann hafði einnig þá framtíðar­sýn að efla mætti at­vinnu­lífið á svæðinu með bætt­um sam­göng­um og stóð fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un árið 2012 til að skora á stjórn­völd að hraða Dýra­fjarðargöng­um. Hann hafði þá sett sig í sam­band við er­lenda aðila sem höfðu áhuga á að fjár­festa í fram­leiðslu á fullunn­um fiskaf­urðum en settu sem skil­yrði að sam­göng­ur yrðu tryggðar árið um kring. Á þessu má sjá að Hörður var skap­andi og stór­huga allt til enda starfsævi sinn­ar.

Hann var hörkudug­leg­ur og ósér­hlíf­inn, hug­mynda­rík­ur og hag­ur. Vinn­an var hans líf og yndi.

 

Kristján Sig­tryggs­son

Soffía Ólafs­dótt­ir Mel­steð

Björk Ólafs­dótt­ir

Ragn­heiður Ólafs­dótt­ir

Eygló Ólafs­dótt­ir

Ægir Ólafs­son

Sig­trygg­ur Ólafs­son.

 

Morgunblaðið 3. nóvember 2017

 

 

« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31