A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
31.07.2015 - 06:19 | Hallgrímur Sveinsson

Óhefðbundnar lækningar

Lýður Árnason læknir. Myndin er tekin á Þingeyri þegar Kuldaboli var úti. Þegar þetta var kom Lýður hálftíma of seint. 8 manns voru þá á biðstofunni. Þá tók læknirinn svo til orða: -
Lýður Árnason læknir. Myndin er tekin á Þingeyri þegar Kuldaboli var úti. Þegar þetta var kom Lýður hálftíma of seint. 8 manns voru þá á biðstofunni. Þá tók læknirinn svo til orða: -"Komið þið bara öll inn í einu. Þá jafnast þetta." - Það eru bara snillingar sem spila svona á líðandi stund! Ljósm. H. S.

Lýður Árnason er einn af þeim læknum sem nota óhefðbundnar lækningar þegar svo ber undir. Þannig segja gárungarnir á Flateyri, þar sem Lýður hefur haft búsetu, að þegar allt um þraut hafi Lýður vísað mönnum á Veitingahúsið Vagninn með resept. Það ku víst hafa borið árangur í þó nokkrum tilfellum.

   Svo var það nýlega að hún Guðrún mín átti erindi til Lýðs. Kvartaði hún um það við doktorinn að sér finndist hárið á sér vera farið að þynnast svo mikið.

   “Það er nú ekkert”, sagði Lýður. “Sjáðu hárið á mér. Ég er nú með helmingi þynnra hár en þú og Hallgrímur þinn er með helmingi þynnra hár en ég.”

   Þar með var það mál tekið út af dagskrá og ekki rætt meir!

Lýður Árnason er sko maður sem kann til verka!

 

Hallgrímur Sveinsson.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30