11.05.2017 - 04:53 | Björn Ingi Bjarnason,Blaðið - Vestfirðir,Vestfirska forlagið
Óðurinn til gleðinnar
Sunnudaginn síðastliðin var alþjóðlegur dagur hláturs. Margir Vestfirðingar héldu upp á daginn með því að fara á sýningu hjá Jóhannesi Kristjánssyni skemmtikrafti og Guðna Ágústssyni fyrrverandi alþingismanni og ráðherra. Þeir hafa undanfarnar vikur ferðast um héruð með sýningu sem þeir kalla -Eftirhermann og orginalinn- láta gamminn geysa.
Þeir félagar fóru á stað í tilefni þess að fjörtíu ár eru síðan Jóhannes hóf opinberlega að skemmta með eftirhermum og gamanmálum. Hann hefur tekið fyrir margar þjóðþekktar persónur og hefur þótt ná mörgum þeim snilldarvel. Ekki aðeins að hann ná röddinni heldur nær holdgerfist hann í persónunum.
Alþingismenn hafa m.a. verið Jóhannesi hugleiknir og til að stúdera þá sat hann á þingpöllum til að tileinka sér rödd, tilsvör og fas fórnarlambana. Guðni er einn þeirra sem Jóhannes hefur „flutt“ og þykir á stundum að ekki megi milli sjá hvor sé hvor.
Nú um síðustu helgi heimsóttu þeir Vestfirði og sýndu á Hólmavík, Bolungarvík og Patreksfirði. Þessar myndir voru teknar í Bolungarvík og var ekki annað að sjá á sýningargestum að þeir hefðu haldið hátíðlega upp á alþjóðlegan dag hláturs með aðstoð þeirra félaga.
Myndir: Ævar Einarsson og Halla Signý Kristjánsdóttir
Þeir félagar fóru á stað í tilefni þess að fjörtíu ár eru síðan Jóhannes hóf opinberlega að skemmta með eftirhermum og gamanmálum. Hann hefur tekið fyrir margar þjóðþekktar persónur og hefur þótt ná mörgum þeim snilldarvel. Ekki aðeins að hann ná röddinni heldur nær holdgerfist hann í persónunum.
Alþingismenn hafa m.a. verið Jóhannesi hugleiknir og til að stúdera þá sat hann á þingpöllum til að tileinka sér rödd, tilsvör og fas fórnarlambana. Guðni er einn þeirra sem Jóhannes hefur „flutt“ og þykir á stundum að ekki megi milli sjá hvor sé hvor.
Nú um síðustu helgi heimsóttu þeir Vestfirði og sýndu á Hólmavík, Bolungarvík og Patreksfirði. Þessar myndir voru teknar í Bolungarvík og var ekki annað að sjá á sýningargestum að þeir hefðu haldið hátíðlega upp á alþjóðlegan dag hláturs með aðstoð þeirra félaga.
Myndir: Ævar Einarsson og Halla Signý Kristjánsdóttir