A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
14.11.2016 - 16:49 | Vestfirska forlagið,gestur.is

Óbyggðasetrið hlýtur Nýsköpunarverðlaun SAF

Hægt er aðað gista í gam­alli bað­stofu.
Hægt er aðað gista í gam­alli bað­stofu.

Óbyggða­setrið í Fljóts­­dal hlaut ný­­sköp­un­­ar­verð­laun Sam­­taka ferða­þjón­ust­unn­ar árið 2016. Verð­launin voru afhent af Guðna Th. Jóhann­essyni for­seta Íslands á föstu­dag, 11. nóvember 2016, við hátíð­lega athöfn. Mark­mið verð­laun­anna er að hvetja fyr­ir­tæki og frum­­kvöðla til nýsköp­unar og vöru­þró­un­­ar.

 

Óbyggða­setrið er stað­sett í Norð­ur­dal í Fljóts­dal, við jaðar stærstu óbyggða Norð­ur­-­Evr­ópu, og er hug­ar­fóstur hjón­anna Stein­gríms Karls­son­ar, kvik­mynda­gerð­ar­manns, og Örnu Bjargar Bjarna­dótt­ur, sagn­fræð­ings. Ýmis afþrey­ing er í boði á Óbyggða­setr­inu, meðal ann­ars reið­túr­ar, göngu­ferðir með leið­sögn auk veit­inga­sölu og safns. Gisti­mögu­leik­arnir sem boðið er upp á eru ein­stakir, en hægt er að velja á milli þess að gista í gam­alli bað­stofu eða upp­gerðu íbúð­ar­húsi frá 1940. Að sögn hjón­anna var hug­myndin að baki Óbyggða­setr­inu fyrst og fremst sú að dvölin verði „upp­lifun og ævin­týri“ fyrir gest­ina. 

Í um­­sögn dóm­­nefnd­ar um Óbyggða­set­ur Íslands seg­ir að sterk upp­­lif­un gegni lyk­il­hlut­verki í ferða­þjón­­ustu sam­­tím­ans og að mik­il­vægt sé að skapa stemn­ingu sem fang­i athygli gest­s­ins.

 

Þetta er í þrett­ánda sinn sem nýsköp­un­ar­verð­laun SAF eru afhent, en verð­launa­hafar til þessa hafa meðal ann­ars verið Into the Glaci­er, Gesta­stofan Þor­valds­eyri, Pink Iceland, Kex hostel og Norð­ur­sigl­ing á Húsa­vík.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31