A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
22.12.2016 - 20:18 | Vestfirska forlagið,Kvikmyndaskóli Íslands

Nýútskrifaður Eyþór Jóvinsson fær handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði

Önfirðingurinn/Dýrfirðingurinn -Eyþór Jóvinsson-
Önfirðingurinn/Dýrfirðingurinn -Eyþór Jóvinsson-

Nýútskrifuðum nemanda úr Kvikmyndaskóla Íslands barst nú skömmu fyrir jól góðar fréttir. Önfirðingurinn/Dýrfirðingurinn -Eyþór Jóvinsson- landaði sínum fyrsta handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og við fengum hann til að segja okkur frá sínum fyrstu viðbrögðum við þessum frábæru fréttum.

Fyrstu viðbrögð eru bara mjög góð. Maður er búinn að leggja mikla vinnu í þennan karakter og söguna um hann, og það hefur gengið vel með hann í skólanum. Þannig að það er gott að fá staðfestingu á því frá einhverjum öðrum að maður sé á réttri braut með verkefnið.

Umræddur karakter er Arnbjörn sem samnefnd útskriftarmynd Eyþórs fjallar um en hann hefur unnið að handriti að kvikmynd í fullri lengd úr þeirri hugmyndavinnu og er það verkefnið sem hann hefur nú náð í handritsstyrk sinn fyrir.

Næstu skref eru bara að halda áfram að vinna í handritinu og koma því í fullklárað kvikmyndarhandrit. Þessi styrkur gefur manni rými og tíma til að einbeita sér að skrifunum, frekar en að þurfa að þvinga sér í aðra vinnu til að eiga fyrir salti í grautinn. Eftir áramót hefst svo vinna við að leita sér að framleiðanda fyrir myndina, sem getur stutt mig enn frekar í skrifunum og byrjað að finna fjármagn og fjárfesta í væntanlega kvikmynd. Þá mun ég á árinu einnig fylgja eftir útskriftarmyndinni minni, sem er um sama karakter, Arnbjörn.

Umsögn ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem fyldi með tilkynningunni um styrkinn til Eyþórs var vægast sagt mjög góð.
Þar stóð m.a:

Persóna Arnbjörns er ein sú allra skemmtilegasta sem hefur verið kynnt í íslenskri kvikmyndagerð. Hann stígur ljóslifandi fram á nokkrum blaðsíðum.

Sagan er algjör perla og verður mjög gaman að sjá hana uppá tjaldi. Það er augljóst að höfundurinn er lærður arkítekt, sem kann að gera góðan strúktur.

Það eru því spennandi tímar framundan hjá Eyþóri en sjálfur tekur hann þessum jákvæðu orðum með ró.

Það er gríðalega skemmtilegt og setur enn meiri pressu á mig að vanda til verka svo að lokahandritið standi undir þeim væntinum sem nú þegar eru gerðar til þess.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31