20.11.2019 - 11:17 |
Nýr heitur pottur við sundlaugina
Lengi hefur staðið til að bæta við nýjum heitum potti sem skal vera staðsettur í portinu úti við sundlaugina á Þingeyri. Nú styttist í að biðin sé á enda og geta pottaunnendur farið að hugsað sér gott til glóðarinnar því heiti potturinn er nú kominn. Má ætla að framkvæmdir fari að hefjast þar sem ætlunin er að potturinn verði kominn í gagnið fyrir jólin. Því mega áhugasamir heita á veðurguðina um að veðrið haldist milt áfram svo verkið gangi sem vasklegast.