A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
11.02.2019 - 17:48 |

Nýr fóðurprammi

Nýr fóðurprammi Arctic Fish, Mýrafell, verður til sýnis fyrir gesti og gangandi á morgun, þriðjudag, milli klukkan 16 og 18.  Heitt verður á könnunni og kleinur í boði.

Mýrafell verður staðsett undir Eyrarhlíð þar sem það kemur til með að þjónusta 12 sjókvíar. Pramminn kemur frá norska fyrirtækinu Akva Group og var hann smíðaður í Tallinn í Eistlandi. Hann tekur hvorki meira né minna en 450 tonn af fóðri, en pramminn skartar nýjustu gerð af fóðurkerfi og byggist kerfið upp af þráðlausum myndavélum sem staðsettar eru bæði ofansjávar fyrir almennt eftirlit, og neðansjávar svo hægt sé að fylgjast náið með fóðurgjöf.

Samkvæmt tilkynningu frá Arctic Fish er Mýrafell með sjórnstöð, skrifstofurými, fyrsta flokks starfsmannaaðstöðu þar sem finna má klósett, sturtu, eldhús og verkstæði.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31