07.09.2016 - 20:35 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Nýlunda nokkur á Þingeyri: - Norska skemmtiferðaskipið Fram í höfn í gærmorgun
Stærðar skip var komið í höfn á Þingeyri í gærmorgun í þann mund sem innbyggjarar staðarins fóru á kreik. Þar var á ferðinni skemmtiferðaskipið Fram frá norska fyrirtækinu Hurtigruten. Skipið er í siglingum á norðlægum slóðum, sérstaklega við Grænland, norðlæga sumarið en er í annan tíma við Antarktíku.
Skipið heitir eftir skipi landkönnuðanna norsku Roald Amundsen og Fridtjof Nansen. Fram nútímans var smíðað í Ítalíu árið 2007, er 114 m langt og er með 280 farþega innanborðs.
Fram er svo aftur væntanlegt til Þingeyrar 10. sept. n. k.