A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
06.10.2015 - 20:25 | Morgunblaðið,BIB

Nýjar áskoranir framundan

Grisjun.  Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Guðni Þorsteinn Arnþórsson, aðstoðarskógarvörður, Jón Loftsson, skógræktarstjóri, og Rúnar Ísleifsson, skógarvörður, virða fyrir sér stafla af nýgrisjuðu lerki í Vaglaskógi.
Grisjun. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Guðni Þorsteinn Arnþórsson, aðstoðarskógarvörður, Jón Loftsson, skógræktarstjóri, og Rúnar Ísleifsson, skógarvörður, virða fyrir sér stafla af nýgrisjuðu lerki í Vaglaskógi.
« 1 af 4 »

• Jón Loftsson lætur af störfum sem skógræktarstjóri um áramót • Mikið starf síðustu áratugi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar um helgina og verða aðalstöðvar Skógræktar ríkisins áfram á Fljótsdalshéraði. Fyrirhugað er að sameina allt skógræktarstarf sem heyrir undir ráðuneytið í eina stofnun, þ.e. Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefnin í skógrækt (Héraðs- og Austurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar).

 

Frá Reykjavík til Egilsstaða

Jón rifjar upp að eitt fyrsta verkefni hans í embætti hafi verið að undirbúa flutning aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins frá Reykjavík til Egilsstaða. Sá flutningur hafi ekki verið alveg sársaukalaus og ekki hentað öllum, en tekist hafi að leysa úr þeim vandamálum sem upp komu.

Nú eru um 50 manns í heilsársstörfum hjá Skógræktinni og eru átta þeirra á aðalskrifstofunni á Egilsstöðum. Starfsmenn eru víða um land, en stærstu starfsstöðvarnar eru á Hallormsstað og Mógilsá.

„Á einum aldarfjórðungi hafa skógar á Íslandi, náttúrulegir og ræktaðir, ekki stækkað jafn mikið og á árunum frá 1990 eða úr 1,2% lands í um 1,9% og eru samtals í dag 1.906 ferkílómetrar. Þar af hafa ræktaðir skógar, sem voru 6.600 hektarar, stækkað í 40.000 hektara og viðhorf til skógræktar hafa breyst mikið,“ segir Jón.

Hann segir að með tilkomu landshlutaverkefna hafi verkefni færst frá Skógræktinni, en lög um Héraðsskóga voru sett 1991. Með landshlutaverkefnunum hafi komið aukið fjármagn í skógrækt og aukinn áhugi heimamanna, sem hafi verið lykilþáttur í uppbyggingu. Nú standi fyrir dyrum að sameina þessi verkefni undir hatti Skógræktarinnar.

 

Hafa vísað veginn

Jón segir að mikið starf hafi verið unnið síðustu áratugi og góður árangur náðst. Líta megi á Skógrækt ríkisins sem stærsta skógareiganda landsins þar sem þjóðskógarnir eru, en auk þess hafi verkefni síðustu ára mikið falist í ráðgjöf og rannsóknum og að vísa veginn í skógræktinni. Nýjar áskoranir séu framundan og mikið verk að vinna við grisjun í skógum landsins, en komið sé að grisjun í Héraðsskógum þar sem byrjað hafi verið að gróðursetja um 1990.

Jón hóf störf sem aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað 1974 og starfaði þá með Sigurði Blöndal. Jón varð síðan skógarvörður þar 1977.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 6. október 2015

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30