A A A
  • 1931 - Valgerur Kristjnsdttir
  • 1956 - Aubjrg Halla Kntsdttir
  • 1984 - Hrafnhildur r Rafnsdttir
  • 1988 - Emil lafur Ragnarsson
Ntt hvalhli vgt vi Skr  Drafiri  gr.
Ntt hvalhli vgt vi Skr Drafiri gr.
Ný hvalbein voru vígð í hvalbeinahliði á elsta skrúðgarði landsins, Skrúði í Dýrafirði, í gær.

Gömlu hvalbeinin eru frá árinu 1932 en þau eru talin vera af einni stærstu steypireyði sem veidd hefur verið á norðanverðu Atlantshafi.

Nýju beinin eru af langreyði sem veidd var árið 2009 og það er Hvalur ehf. sem gaf skrúðgarðinum beinin. Þau eru þó rúmum metra styttri en gömlu beinin sem hefur verið komið til varðveislu hjá Náttúrugripasafni Bolungarvíkur.

Undirstöður fyrir nýju beinin voru hannaðar með það fyrir augum að hæð beinanna í garðinum væri sú sama og áður, þar sem gömlu hvalbeinskjálkarnir eru rúmum metra lengri en þau nýju.


Það var séra Hildur Inga Rúnarsdóttir sóknarprestur sem blessaði nýja hliðið í gær þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á sitt besta. „Veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir en það var samt vel mætt á athöfnina og síðan var kaffi og kleinur á eftir," segir Hildur en stofnandi skrúðgarðsins var séra Sigtryggur Guðlaugsson, fyrrverandi sóknarprestur á Núpi, og því viðeigandi að blessa hliðið að garðinum. Þrátt fyrir að búið sé að taka gömlu beinin niður segir Hildur að það hafi einungis verið gert til að varðveita þau og vernda. „Þau voru bara tekin niður til varðveislu og bíða eftir því að koma aftur í Skrúð.


Morgunblaðið mánudagurinn 10. september 2012.

« Jn »
S M M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30