A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
30.09.2015 - 15:41 | bb.is,BIB

Ný heimildarmynd um lífsbaráttuna á Flateyri

Frá Flateyri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Frá Flateyri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »
Á laugardag, 3. október 2015, verður forsýning á heimildarmyndinni Veðrabrigði í Félagsheimilinu á Flateyri. Í myndinni er fylgst með nokkrum þorpsbúum við störf sín og rætt við þá um lífskilyrði þeirra og þorpsins. Hjálmtýr Heiðdal, aðalframleiðandi myndarinnar, segir að saga Flateyrar síðasta áratuginn eða svo, segir margt um baráttu sjávarþorpa fyrir tilveru sinni. „Í myndinni er Flateyri fulltrúi fyrir öll þessi þorp hringinn í kringum landið sem hafa látið undan. Á Flateyri var um þrjú þúsund tonna kvóti en í dag er þar nokkur hundruð tonna byggðakvóti,“ segir Hjálmtýr. 

Það er Ásdís Thoroddsen sem leikstýrir myndinni og þýsk og pólsk fyrirtæki eru meðframleiðendur myndarinnar sem hefur verið í framleiðslu síðan 2009. Hjálmtýr segir að inn í myndina séu klippt fréttaskot þar sem ýmist er verið að tilkynna um hópuppsagnir og lokanir fyrirtækja eða greina frá stofnun nýrra fyrirtækja í sjávarútvegi. 

Sýningin á laugardag verður í Félagsheimilinu á Flateyri á laugardag kl. 20 og er ókeypis inn. Myndin verður sýnd á RÚV í vetur og sömuleiðis í Póllandi. 

Í kynningarefni með myndinni segir: 

„Á Flateyri berjast íbúar fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins. Með tilkomu 
kvótakerfisins færðust örlög íbúanna í hendur þeirra sem réðu kvótanum. Flateyri við Önundafjörð er hefðbundið íslenska sjávarþorp. Þar hefur tilveran byggst á útgerð og fiskvinnslu alla tíð. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög þorpsbúa í hendur þeirra sem réðu kvótanum. Á síðustu fimm árum hefur íbúum Flateyrar fækkað um 35%. Unga fólkið hefur flutt burt um leið og atvinnutækifærum hefur fækkað. 

Á Flateyri hefur byggst upp þorp í kringum útgerð og fiskverkun. En nú hallar undan fæti. Lögin um aflamarkið hafa reynst þorpinu afdrifarík. Fyrir utan eru gjöful fiskimið, en ekki er sjálfsagt að róið sé til fiskjar. Mikill hluti þorpsbúa er pólskt verkafólk sem hefur sótt þangað í atvinnuskyni, en á hinn bóginn flytja ungir Íslendingar burt í leit að menntun og einhverju öðru við að vera en fiskvinnu. Fylgst er með nokkrum þorpsbúum við störf sín og rætt við þá um lífskilyrði þeirra og þorpsins. 

Ber fyrst að telja hina öldnu Jóhönnu sem segir nýliðna sögu þorpsins. Önundur vörubílstjóri heitir eftir firðinum þar sem hjarta hans slær, en hann fær ekki þrifist. Samhent fjölskylda Guðrúnar, eiginmanns hennar og barna, gerir út og herðir gæðaharðfisk. Einyrkinn Sigurður fiskar með syni sínum á unglingsaldri upp í leigukvóta. 

Janina var nýflutt til landsins, vann í frystihúsinu og var nýbúin að kaupa hús, þegar henni 
var sagt upp í þrengingum þorpsins. Stanislaw flæktist til Íslands úr atvinnuleysi Póllands og endaði á Flateyri sem sjómaður. 

Á endanum hittum við Bryndísi, nýkomna til þorpsins full eldmóðs sem 
framkvæmdastjóri nýs fyrirtækis. 

Inn í persónulegar dramatískar frásagnir er klippt inn fréttaefni allt frá því er kvótahafi selur
burt kvóta þorpsins dag einn í maí 2007 og síðan þá hvernig reynt hefur verið að koma fótum á nýjan leik undir atvinnustarfsemi í þorpinu;með stofnun nýs fyrirtækis sem gerði út áfyrirtæki til leiks sem virðist muni ganga vel. En annað kemur á daginn.“ 
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30