A A A
  • 1993 - Ingunn Ýr Angantýsdóttir
27.09.2011 - 23:47 | JÓH

Ný heimildarmynd um Gísla Súrsson

Dr. Emily Lethbridge. Mynd: http://sagasteads.blogspot.com/
Dr. Emily Lethbridge. Mynd: http://sagasteads.blogspot.com/
Ný heimildarmynd um Gísla Súrsson, Memories Of Old Awake, var gefin út í gær. Myndin er eftir Patrick Chadwick og Dr. Emily Lethbridge, en Emily er doktor í miðaldarbókmenntum frá háskólanum í Cambrigde. Síðastliðið ár hefur Emily verið á ferðalagi um Ísland og unnið að rannsóknarverkefni um Íslendingasögurnar í samvinnu við háskólann í Cambrigde. Hún fer meðal annars á söguslóðir og ræðir við fólkið sem býr í grennd við þær en sú vinna er hluti af bók sem hún er með í smíðum. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðið vor og í henni má sjá viðtöl við Dýrfiðingana Bjarna Guðmundsson, Þóri Örn Guðmundsson, og Valdimar Gíslason. Hægt er að horfa á myndina hér en nánari upplýsingar um verkefni Emily er að finna hér.
« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31