A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
Séra Sigurður Ægisson gengur til embættis í Furufirði 1993 ásamt fleiri starfsbræðrum. Ljósm.: Aðalsteinn Eiríksson.
Séra Sigurður Ægisson gengur til embættis í Furufirði 1993 ásamt fleiri starfsbræðrum. Ljósm.: Aðalsteinn Eiríksson.
« 1 af 2 »
Varla líður svo dagur að Vestfirska forlagið sé ekki beðið um bækur um Hornstrandir og Jökulfirði.Við fórum að íhuga það mál og niðurstaðan er sú að ótrúlega mikið efni um þessar eyðibyggðir Vestfjarða er vítt og breytt í Bókunum að vestan. Hér er um að ræða fjölbreyttar og áhugaverðar frásagnir sem þurfa að komast fyrir augu sem flestra.

    

Vestfirska forlagið hefur því ákveðið að gefa út ritröð um Hornstrandir og Jökulfjörðu í léttu og handhægu formi, sem ætti að henta vel þeim sem ferðast um þessar slóðir. Þar verður dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stórkostlega landsvæði. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni.  

 

Fyrsta heftið í ritröðinni nefnist Gagn og gaman fyrir vestan, Hornstrandir og Jökulfirðir, ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi. Meðal efnis er viðamikið viðtal sem Hlynur Þór Magnússon átti við Arnór Stígsson frá Horni, Alexandrízka, íslenzka úr Jökulfjörðum, en þar er um að ræða langt og kjarnmikið viðtal Stefáns Jónssonar fréttamanns við Alexander Einarsson frá Dynjanda og grein um bænhúsið í Furufirði eftir síra Águst Sigurðsson, svo nokkuð sé nefnt.

    

Bókin kemur vonandi út strax og veður leyfir. Hvort það verður fyrir eða eftir drulluboltamót kemur bara í ljós eins og Bjössi á Ósi segir. Vonum við að lesendur kunni vel að meta þetta framlag forlagsins við yzta haf.

 

Vestfirska forlagið

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31