A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
Ný bók frá Vestfirska forlaginu.
Ný bók frá Vestfirska forlaginu.
Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn

Á næstu dögum kemur út ný bók hjá Vestfirska forlaginu, Þjóðsögur og gamanmál að vestan. Í þeirri bók er slegið á létta strengi í kreppunni með úrvali úr vestfirskri fyndni. Þótti forlaginu rétt, miðað við það dapra ástand sem nú ríkir sumsstaðar á landi voru, að gefa út úrval úr þjóðsagnabálkinum vestfirska til að reyna að létta mönnum í sinni. Þar erum við auðvitað komin út á mjög hálan ís því húmor manna er misjafn eins og sögurnar. En við létum þó slag standa.
Við fengum hinn landsþekkta Vestfirðing og gleðigjafa, Hermann Gunnarsson, fyrrum léttadreng í Haukadal í Dýrafirði, til að velja sögurnar.


Vestfirska forlagið vonar að fólk kunni að meta þetta framtak núna þegar margir eru daprir og niðurdregnir yfir ástandi sem þeir eiga enga sök á. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30