A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
13.05.2017 - 20:51 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Ný bók að vestan: - Vestfirskar sagnir 4. hefti komin út hjá Vestfirska forlaginu

« 1 af 2 »
Sagnabálkurinn Vestfirskar sagnir, sem Helgi Guðmundsson safnaði og skráði, hefur verið ófáanlegur í áratugi. Vestfirska forlagið gefur hann nú út á nýjan leik í heiðursskyni við Helga og útgefandann, Guðmund Gamalíelsson. Enda löngu tímabært. Fjórða heftið er farið í dreifingu hjá forlaginu. Þrjú hefti eru áður komin út.

Gunnhildur Sumarliðadóttir á Sveinseyri í Dýrafirði kemur mikið við sögu í 4. heftinu. Harmsaga hennar er mörgum hugleikin. Gunnhildur var uppi á 18. öld, drukknaði á hörmulegan hátt og gekk aftur að sögn alþýðu. Henni er svo lýst að hún hafi verið kona fríð sýnum. En hæðin þótti hún og náði því ekki alþýðuhylli. Hún átti ekki miklum vinsældum að fagna á heimili sínu, enda talið að hún hafi verið kuldastrá fjölskyldunnar.

Sumum finnst eflaust að hinar vestfirsku sögur og sagnir séu ekki merkilegar bókmenntir. En er það svo? Menn geta deilt um það eins og annað. Hér er um að ræða reynsluheim forfeðranna í harðbýlum landshluta. Margar af þeim frásögnum færir Helgi Guðmundsson í fyrsta skipti til bókar eftir skilgóðum heimildarmönnum. Sumar þeirra eru jafnvel frá upphafi byggðar í landinu. Það hlýtur að vera nokkurs virði, en margir telja þjóðsögur og sagnir einn af fjársjóðum Íslands sem við megum ekki gleyma og týna.

Verð: 2.800.-. kr.


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30