A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
12.06.2016 - 10:04 | Vestfirska forlagið,Land og saga

Núpskirkja í Dýrafirði

Núpskirkja í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
Núpskirkja í Dýrafirði þann 6. júní 2016. Ljósm.: BIB
« 1 af 5 »
Núpur er fornt höfuðból og kirkjustaður við norðanverðan Dýrafjörð. Núpur tilheyrði áður Dýrafjarðarþingum en nú er þar útkirkja frá Þingeyri. Núverandi kirkja var reist úr steinsteypu á árunum 1938-1939.

Allar innréttingar eru gerðar eftir teikningu og fyrirsögn séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi, en útskorin tákn og letur á prédikunarstól, grátum og kirkjubekkjum, gerði Guðmundur Jónsson myndskeri frá Mosdal í Önundarfirði.

Núpskirkja á marga góða gripi en merkastir munu vera kaleikur og patína frá 1774, skírnarskál úr tini og skírnarfontur, skorinn af Ríkarði Jónssyni myndskera.

Á fyrri hluta 20. aldar var séra Sigtryggur Guðlaugsson prestur á Núpi. Hann stofnaði þar ungmennaskóla og kom upp snotrum skrúðgarði á Núpi er nefnist Skrúður. Þar hefur verið reist stytta til minningar um hann og konu hans, Hjaltlínu Guðjónsdóttur.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30