A A A
  • 1929 - Jónas Ólafsson
16.03.2017 - 09:03 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Nú falla vötn öll til Dýrafjarđar - 2. hluti

Knútur heitinn Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirđi, staddur viđ Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.
Knútur heitinn Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli í Dýrafirđi, staddur viđ Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.

1.   sena.

 

     Ísland rís úr sæ.

 

     Ljósmynd af Íslandi.

 

     Viðeigandi tónlist.

 

 

             Upphafstitlar byrja: 

            

             Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar

 

             Kynningar

          

2. sena

 

               Íslandsmyndin. Athyglinni beint að Vestfjörðum.

 

 

                Þulur: Landsþekkt rödd (Vestfirðingur) les texta.

 

 

             Hnitmiðaður texti:

 

             “Þegar Ísland reis úr sæ fyrir um 16

             milljónum ára voru það Vestfirðir sem fyrstir skutu upp

             kollinum. Aðeins munaði um 10 kílómetrum að þeir yrðu

             eyja.” (Innskot. Nýjustu fréttir herma að Austfirðir hafi

             líklega risið úr sæ um svipað leyti!)

 

             Ljósmynd: Ör bendir á landakort sem sýnir Gilsfjörð og

             Bitrufjörð. 10 km merkt inn á kortið.

 3. sena:

 

Tónlist heldur áfram, en breytt.

 

Myndavélin gengur um Dýrafjörð frá ýmsum sjónarhornu:

Byrjað á útnesjunum að vestanverðu og endað út á Ingjaldssandi.

 

Sjónarhólar:

Sléttanes - Ofan Haukadals – Sandafell - Kvennaskarð

Hrafnseyrarheiði - Fjallið ofan Kjaransstaða – Höfði -Gemlufallsdalur -Núpur -Gerðhamrar - Sandsheiði

 

         Þulur flytur texta.

 

Texti:

 

“Við ætlum nú að leggja land undir fót og heimsækja Dýrafjörð og heilsa upp á Dýrfirðinga, bæði lífs og liðna.

Fjörðurinn liggur nokkurn veginn miðsvæðis á Vestfjörðum,

milli Arnarfjarðar og Önundarfjarðar.

 

 

Vesturströnd Dýrafjarðar er um 30 kílómetrar að lengd en norðurströnd fjarðarins er um 38 kílómetrar.

 

Dýrfirsku fjöllin eru flest 500 til 700 metrar á hæð og nokkur ennþá hærri.

 

Tvö sveitarfélög voru í Dýrafirði til skamms tíma, Þingeyrarheppur og Mýrahreppur. Í dag tilheyrir allur fjörðurinn Ísafjarðarbæ.”

 

 

Eftirfarandi staðir birtist í mynd.

 

Vestfirsku Alparnir – Svalvogar -Kjaransbraut - Keldudalur

 

Sveinseyri – Haukadalur – Meðaldalur – Hólar - Þingeyrarflugvöllur

 

Kirkjubólsdalur – Brekkudalur – Hrafnseyrarheiði - Sandafell

 

Þingeyri – Hvammsdalur – Ketilseyrardalur - Kjaransstaðadalur

 

Dýrafjarðarbotn – Gláma – Lambadalur – Næfranes - Höfði

 

Hjarðardalur – Gemlufall – Gemlufallsdalur - Gemlufallsheiði

 

Lækjarós – Mýrar – Fell – Núpsdalur – Núpur -Alviðra

 

Gerðhamrar – Arnarnes – Birnustaði  - Skagi - Nesdalur

 

Ingjaldssandur

 

Bæjarnafnarímur úr Þingeyrar-og Mýrahreppum.

 

Myndavélin gengur og sýnir hvern bæ.

 

Bændabýlin í Þingeyrarhreppi, eftir Guðbrand á Birnustöðum í Mýrahreppi.

 

Svalvogar, Höfn og síðan Hraun,

Senn kemur Skálará.

Saurar Arnarnúp sýna raun.

Sveinseyri finna má.

Haukadalur er herleg jörð,

hópur manna þar býr.

Meðaldalur um miðjan fjörð

mér virðist ekki rýr.

Hólar, Kirkjuból, Hof þar með.

Frá Múla Sanda-stað fær séð.

Bakki, Grandi, Brekka, við Hvamm

býr þar mannfjöldi stór.

Ketilseyri er klár við vamm;

til Kjaransstaða ég fór.

Drangar fá oft af skriðum skamm,

Skemmist þar tún og mór.

 

Bændabýlin í Mýrahreppi eftir sama höfund.

 

Segja má að önnur hver jörð í Dýrafirði sé í eyði, þar af lagðist búskapur af á 10 þeirra í Þingeyrarheppi á árunum

1950-1960.


« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31