12.07.2016 - 20:38 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Nú er óhjákvæmilegt að koma með einn léttan vestan úr Arnarfirði í tilefni góða veðursins: - Ráðskonan
Þeir bræður þrír, Gísli, Sigurður og Gestur, bjuggu allir með móður sinni að Fremri-Uppsölum í Selárdal í Arnarfirði, meðan hennar naut við. Ráðskona, ung stúlka, var fengin henni til aðstoðar eitt sumar. Helst þótti Sigurður gera hosur sínar grænar fyrir henni, en eitthvað fór lítið fyrir dugnaði hans á því sviði, eða að stúlkan hafi ekki kært sig um nánari kynni við bóndasoninn, en hún var horfin til síns heima að hausti.
Gísla varð þá að orði:
Ég skil ekkert í honum Sigga að reyna ekki betur að halda í stúlkuna, eins og hún bjó nú til góðan rauðgraut.
(Sögn Hafliða Magnússonar)