A A A
Jónína Jónsdóttir frá Gemlufalli.
Jónína Jónsdóttir frá Gemlufalli.
« 1 af 8 »

Séra Eiríkur á Núpi var með bílhræddari mönnum og Mýrhreppingar urðu flestir hissa þegar þeir heyrðu að séra Eiríkur væri búinn að taka bílpróf, þá þjónandi á Þingvöllum.

     Eitt sinn á Núpsárunum fékk séra Eiríkur Jónínu mágkonu sína til að skutla sér norður yfir heiðar. Á leiðinni norður var sr. Eiríkur nokkuð órólegur og kom fyrir að hann greip í stýrið hjá Jónínu. Eftir að þetta hafði gengið nokkra hríð, stöðvar Jónína bílinn, vindur sér út á vegkantinn, rífur upp hurðina hjá séra Eiríki og segir við mág sinn:

     "Ef þú ekki steinhættir þessu, rek ég þig héðan út á stundinni."

     Eftir þetta hvorki datt né draup af séra Eiríki.

        ( Sögn Bergs Torfasonar og Davíðs H. Kristjánssonar)

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30