28.07.2016 - 10:22 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Nú er bráðnauðsynlegt að koma með einn léttan! - Ein af hinum bráðsmellnu Jónínu sögum Jónsdóttur frá Gemlufalli: - "Ef þú ekki steinhættir þessu..."
Séra Eiríkur á Núpi var með bílhræddari mönnum og Mýrhreppingar urðu flestir hissa þegar þeir heyrðu að séra Eiríkur væri búinn að taka bílpróf, þá þjónandi á Þingvöllum.
Eitt sinn á Núpsárunum fékk séra Eiríkur Jónínu mágkonu sína til að skutla sér norður yfir heiðar. Á leiðinni norður var sr. Eiríkur nokkuð órólegur og kom fyrir að hann greip í stýrið hjá Jónínu. Eftir að þetta hafði gengið nokkra hríð, stöðvar Jónína bílinn, vindur sér út á vegkantinn, rífur upp hurðina hjá séra Eiríki og segir við mág sinn:
"Ef þú ekki steinhættir þessu, rek ég þig héðan út á stundinni."
Eftir þetta hvorki datt né draup af séra Eiríki.
( Sögn Bergs Torfasonar og Davíðs H. Kristjánssonar)