28.08.2016 - 07:30 | skutull.is,Vestfirska forlagið
Norðvesturkjördæmi: - Þrír í kjöri í flokksvali Samfylkingarinnar
Þrír gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Prófkjörið er lokað flokksval og fer fram 8.-10. september. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu býður sig fram til að leiða listann. Hún var í öðru sæti fyrir síðustu kosningar, en settist inn á þing síðasta vetur eftir lát Guðbjarts Hannessonar alþingismanns. Guðjón Brjánsson Akranesi og Inga Björk Bjarnadóttir frá Borgarnesi sækjast einnig eftir því að leiða listann. Kosningin verður bindandi í tvö efstu sætin.
Til stóð að kjósa um fjögur efstu sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Í samtali við Kjarnann.is segir Geir Guðjónsson, formaður kjörstjórnar, að fleiri hafi boðið sig fram í prófkjörinu, í þriðja og fjórða sæti listans. Hann hafi verið þar á meðal. Hins vegar hafi verið tekin ákvörðun um að minnka prófkjörið, enda fylgi töluverður kostnaður þátttöku í prófkjöri í svo stóru kjördæmi, og ljóst hefði verið að þann kostnað þurfi að greiða þann kostnað sjálfir. Því hafi aðrir frambjóðendur dregið sig til baka og ákveðið hafi verið að stilla upp á listann frá og með þriðja sæti.
Til stóð að kjósa um fjögur efstu sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Í samtali við Kjarnann.is segir Geir Guðjónsson, formaður kjörstjórnar, að fleiri hafi boðið sig fram í prófkjörinu, í þriðja og fjórða sæti listans. Hann hafi verið þar á meðal. Hins vegar hafi verið tekin ákvörðun um að minnka prófkjörið, enda fylgi töluverður kostnaður þátttöku í prófkjöri í svo stóru kjördæmi, og ljóst hefði verið að þann kostnað þurfi að greiða þann kostnað sjálfir. Því hafi aðrir frambjóðendur dregið sig til baka og ákveðið hafi verið að stilla upp á listann frá og með þriðja sæti.