Norðvesturkjördæmi: - Fimm af tíu frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins koma úr Ísafjarðarbæ
Fimm af tíu frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi koma út Ísafjarðarbæ.
Það eru:
Gísli Elís Úlfarsson kaupmaður í Hamraborg,
Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður liðveislu hjá Ísafjarðarbæ,
Jónas Þór Birgisson bæjarfultrúi og lyfsali,
Steinþór Bragason framkvæmdastjóri
og Teitur Björn Einarsson frá Flateyri, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Aðrir frambjóðendur í prófkjörinu eru:
Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi,
Aðalsteinn Orri Arason landbúnaðar- og byggingaverktaki í Skagafirði,
Guðmundur Júlíusson Akranesi,
Jónína Erna Arnardóttir tónlistarkennari í Borgarnesi
og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Það er athyglisvert að tveir af pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra Sjálfstæðisflokksins eru í framboði í prófkjörinu.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 3. september 2016.