A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
30.06.2015 - 18:09 | Björn Ingi Bjarnason

Napóleon í Dýrafirði

 Jerome Napoleon prins, bróðursonur Napoleons I
Jerome Napoleon prins, bróðursonur Napoleons I
« 1 af 3 »

Þann 30. júní 1856 kom Napóleón prins, bróðursonur Napóleóns keisara Frakka, til Reykjavíkur á herskipi nokkru.

Á ferðalagi sínu gerði hann síðan stans í Dýrafirði en þar höfðu Frakkar hug á að húrra upp fiskiðju og verslun þar sem íbúafjöldinn gæti orðið í framhaldinu nokkur þúsund manns.

Napóleon prins gefur evrópskan tískugrip til Íslands

Sumarið 1856 heimsótti Jerome Napoleon prins, bróðursonur Napoleons I, Ísland á herskipi ásamt tónlistarmönnum, ljósmyndurum og vísindamönnum.
Hann færði Pétri Péturssyni, sem á þeim tíma var einn  valdamesti maður Íslands bæði í stjórnmálum og trúmálum, spiladósina að gjöf. Árið 1856 var hann fulltrúi konungs á ný endurreistu alþingi og fulltrúi í sveitarstjórn Reykjavíkurbæjar. Áratug síðar varð hann biskup yfir íslensku þjóðkirkjunni.

Spiladósin var enn verðmætari gjöf vegna þess að möguleikar til skemmtanahalds voru takmarkaðir á Íslandi, og því engin tækifæri til að hlíða á tónlist. Auk þess er líklegt að spiladósin hafi verið sérpöntuð ef haft er í huga hve mikið er lagt í gerð hennar.

Spiladósin er nú varðveitt í Þjóðminjasafninu.

Björn Ingi Bjarnason

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31