A A A
  • 1943 - Kristjįn Gunnarsson
Frį Dżrafirši.
Frį Dżrafirši.

Undanfarin ár hefur ferðamönnum fjölgað mikið á Vestfjörðum eins og annars staðar á landinu og allt útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram. Þessari auknu aðsókn kallar á meiri fræðslu og menntun á sviði ferðaþjónustu til þess að byggja upp og viðhalda fagmennsku og efla fólk í starfi.

Nú seinni hlutann í apríl og í maí stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir þremur námskeiðum sem eru sniðin að fólki í ferðaþjónustu en opin öllum hvort sem þeir stafa innan greinarinnar eða ekki. Hvert námskeið er 15 kennslustundir og er hægt er að skrá sig á eitt námskeið eða taka öll. Námskeiðin hafa hvert sitt viðfangsefni þ.e. gönguleiðsögn, rútuleiðsögn og þjónustu en námskeiðin öll ættu að nýtast vel sem undirbúningur undir ýmiskonar leiðsögn og ferðaþjónustustörf.

Kennarar á námskeiðunum eru allir þaulvanir leiðsögumenn og/eða hafa mikla reynslu á sviði ferðamennsku á Vestfjörðu og hafa kennt hjá Fræðslumiðstöðinni. Efni námskeiðanna er auk þess fjölbreytt og mörgu gerð skil, það verður m.a. fjallað um; raddbeitingu, leiðsagnartækni, samskipti við ferðamenn, öryggisatriði, nærumhverfið, hvað á að vera í sjúkratöskunni og náttúrutúlkun auk þess sem kennt verður að lesa í straumvötn og fjallað um erfiðar aðstæður og viðskiptavini. Námskeiðin heita Um fjöll og firnindiÞetta er landið okkar og Við erum hér fyrir þig.

Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem eru nú þegar starfandi í ferðaþjónustunni en vilja skerpa á þekkingunni en ekki síður gagnlegt fyrir fólk sem er að koma nýtt inn í greinina, til dæmis sem sumarstarfsfólk.


Skráningar og allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 456-5025 og á heimasíðu
Fræðslumiðstöðvarinnar: http://www.frmst.is/

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31